Einar Hjalti Jensson sigraði á atkvöldi Hugins sem fram fór mánudagskvöldið 2, mars. Einar Hjalti vann alla sex andstæðinga sína og komst helst í hann krappann á móti Omari Salama þegar hann mátaði með eina sekúndu eftir á klukkunni en að vísu átti Omar ennþá minni tíma eftir.  Omar varð annar með 5v og síðan komu þrír jafnir með 4v en það voru þeir Örn Leó Jóhannsson, Kristján Halldórsson og Gunnar Nikulásson. Einar Hjalti valdi gafamiða frá Saffran en auk þess vann hann sér þátttökurétt í fjölteflinu við  Mamadyarovs sem fram fer í Gamma fimmtudaginn 12. mars. Það gæti því hitnað undir ofurstórmeistaranum í fjölteflinu. Í lok atkvöldsins dró Einar Hjalti út heppinn þátttakanda sem í þetta sinn var Baltasar Máni sem valdi Dominos. Baltasar var þar heppnari en á unglingaæfingunni þar sem hann tapaði bæði 1. og 2. sætinu á hlutkesti og mátti sætta sig við þriðja sæti. Nú verður hlé á skákæfingum fram yfir Reykjavíkurskákmótið og Íslandsmót skákfélaga þannig að næsta skákkvöld verður hraðkvöld mánudag 30. mars.

Lokastaðan á atkvöldinu:

  1. Einar Hjalti Jensson, 6v/6
  2. Omar Salama, 5v
  3. Örn Leó Jóhannsson, 4v
  4. Kristján Halldórsson, 4v
  5. Gunnar Nikulásson, 4v
  6. Vigfús Ó. Vigfússon, 3,5v
  7. Óskar Víkingur Davíðsson, 3v
  8. Sigurður Freyr Jónatansson, 3v
  9. Óskar Long Einarsson, 3v
  10. Alexander Oliver Mai, 3v
  11. Björgvin Kristbergsson, 3v
  12. Hörður Jónasson, 3v
  13. Aron Þór Mai, 2,5v
  14. Stefán Orri Davíðsson, 2v
  15. Baltasar Máni Wedholm, 2v
  16. Hjálmar Sigurvaldason, 2v
  17. Adam Omarsson, 1v.