Óskar Víkingur Davíðsson sigraði í eldri flokki og Alexander Már Bjarnþórsson í yngri flokki á barna- og unglingaæfingu hjá Skákfélaginu Huginn þann 12. maí sl. Báðir fengu þeir 4,5v í fimm skákum. Í eldri flokki varð Heimir Páll Ragnarsson annar með 4v og síðan komu Birgir Ívarsson og Brynjar Haraldsson jafnir með 3,5v en Birgir náði þriðja sætinu í öðrum stigaútreikningi. Í yngri flokki varð Baltasar Máni Wedholm annar með 4v og næstir komu Alexander Jóhannesson, Þórður Hólm Hálfdánarson, Gabríel Sær Bjarnþórsson og Óttar Örn Bergmann með 3v en Alexander varð hlutskarpastur á stigum og hlaut þriðja sætið.

Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, Birgir Ívarsson, Brynjar Haraldsson, Aron Þór Maí, Alexander Oliver Mai, Oddur Þór Unnsteinsson, Stefán Orri Davíðsson, Jón Hreiðar Rúnarsson, Halldór Atli Kristjánsson, Jóhannes Þór Árnason, Adam Omarsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Baltasar Máni Wedholm, Alexander Jóhannesson, Þórður Hólm Hálfdánarson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Aron Kristinn Jónsson, Gabríel Wiktor Gzerwonka, Sævar Breki Snorrason, Ívan Óli Santos og Jósef Gabríel Magnússon.

Næsta æfing verður mánudaginn  12. maí og hefst hún kl. 17.15. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð. Það eru núna þrjár mánudagsæfingar eftir á vormisseri og verða þær allar í félagsheimilinu í Mjóddinni. Stelpuæfingar á miðvikudögum verða hins vegar þann 21. maí og 28. maí í Stúkunni á Kópavogsvellinum. Lokaæfingin hjá stelpunum verður svo í félagsheimilinu í Álfabakkanum þann 4. júní.