Óskar Víkingur Davíðsson og Stefán Orri Davíðsson eru um þessar mundir að tefla á alþjóðlegu skákmóti á Benidorm. XV Gran Torneo Internacional Aficionados. Þeir eru í B-flokknum á mótinu sem er fyrir skákmenn undir 2000 og hefur gengið alveg ágætlega. Eftir sex umferðir er Óskar með 3,5v og árangur hans samsvarar 1882 skákstigum og stigahækkunin 57 skákstig eins og staðan er núna, svo notuð sé vinsæl aðferð til að meta árangur skákmann á mótum. Stefán Orri er með 2,5v. Árangur hans samsvarar 1623 skákstigum og stigahækkunin er 62 skákstig. Stefán Orri tekur sér nún hlé í B-flokknum með einhverjum hjásetum og færir sig yfir í unglingaflokkinn. Óskar mun hins vegar einbeita sér að B-flokknum.
Mótin eru hluti af stórri skákhátið á Spáni með mörgum samhliða viðburðum, m.a. sveitakeppni unglingasveita á Spáni, hraðskákkeppnum og fleira.
Slóðin á B-flokkinn er: https://info64.org/xv-gran-torneo-internacional-aficionados-s-2000/7
Slóðin á unglingaflokkinn er: https://info64.org/xii-torneo-int-nuevas-generaciones-sub10-2016
Veðrið á Benidorm hefur verið mjög millt og gott undanfarið og verðlagið á gistingunni er mjög hagstætt á þessum árstíma. Á stöðum eins og Mallorca þar sem eru fjöll og hæðir þá taka gögnuferðir við af sólarlandaferðum þegar haustar og kólnar aðeins í veðri. Þá eru líka verð á öllu mun hagstæðari en yfir aðal ferðamannatímann. Á Benidorm halda þeir hins vegar mikla skákhátið.
