Brynjar Haraldsson sigraði örugglega á æfingu sem haldin var 5. desember sl. Brynjar fékk 5v í jafn mörgum skákum. Það er nokkuð langt síðan Brynjar vann þessar æfingar síðast, am.k. það langt síða að umsjónarmaður þeirra man ekki hvenær það gerðist síðast og þyrfti að grafa djúpt í gömlum skjölum í tölvunni til að finna út úr því. Annar var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 4v ogimg_2983 þriðja sætinu náði Einar Dagur Brynjarsson. með 3,5v

Þar sem allir tefldu saman í einum flokki þá voru veitt sérstök verðlaun fyrir stelpurnar og þar var Wiktoria Momuntjuk efst, önnur var Zofia Momuntjuk og þriðja Bergþóra Helga Gunnarsdóttir.

Í æfingunni tóku þátt: Brynjar Haraldsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Einar Dagur Brynjarsson, Sigurður Ríkharð Marteinsson, Rayan Sharifa, Andri Hrannar Elvarsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Einar Tryggvi Petersen, Wiktoria Momuntjuk, Zofia Momuntjuk, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Garðar Már Einarsson, Ásgeir Karl Gústafsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Gunnar Freyr Valsson, Bjartur  Freyr Heide Jörgensen,  Daníel Guðjónsson og Emil Sær Birgisson

Næsta æfing verður mánudaginn 12. desember 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.