Lokaæfing vetrarins í Huginsheimilinu var haldin 6. maí sl. Töluverð spenna var í stigakeppni æfinganna en fyrir lokaæfinguna var Rayan Sharifa með eins stigs forskot á Óttar Örn Bergmann Sigfússon en þeir tveir hafa skipst á að verið í forystu allan veturinn. Nokkru á eftir þeim en örugg í þriðja sætinu var Batel Goitom Haile. Á næstu æfingu á undan náði Rayan vinningaforsskoti með því að vinna æfinguna. Á lokaæfingunni voru þau öll þrjú jöfn með 4v af fimm mögulegum. Þar réð það úrslitum að Einar Dagur Brynjarsson vann Rayan strax í fyrstu umferð. Óttar vann Batel í þriðju umferð en tapaði á móti Rayan í lokaumferðinn þrátt fyrir vænlegt endatafl. Þetta dugði Óttari til sigurs á stigum á æfingunni. Batel var í öðru sæti og Rayan í þriðja sæti. Þar með skaust Óttar fram fyrir Rayan og vann stigakeppnina með einu stigi.
Í æfingunni tóku þátt:Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Kiril Alexander Timoshov, Einar Dagur Brynjarsson, Garðar Már Einarsson, Gabriela Veitonite, Lumuel Goitom Haile, Bergþóra Helga Gunnarsdótttir, Árni Benediksson, Sigurður Rúnar Gunnarsson og Ignat Timoshov.
Eftir lokaæfinguna er Óttar Örn efstur í stigakeppni vetrarins með 52 stig, Rayan í öðru sæti með 51 stig og Batel í þriðja sæti með 32 stig. Verðlaunhafar sem sagt þeir sömu og á æfingunni en röðin önnur. Þetta er röð sem sást nokkuð oft síðustu tvo vetur á æfingunum í ýmsum tilbrigðum. Óttar hefur ekki áður orðið efstur í stigakeppni æfinganna.
Mánudagsæfingar sem eru opnar börnum og unglingum á grunnskólaldri voru uppstaðan í barna- og unglingastarfinu í vetur. Þessu til viðbótar var boðið upp á aukaæfingar fyrir félagsmenn þar sem farið var í ýmis grunnatriði í endatöflum, taktik og byrjunum. Rúmlega 100 börn og unglingar sóttu æfingarnar í vetur. Sumir mættu aðeins á fáar æfingar en kjarninn sem sótti æfingarnar mætti afar vel og fengu 10 viðurkenningu fyrir mætinguna í vetur en það voru: Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Einar Dagur Brynjarsson, Kiril Alexander Timoshov, Árni Benediktsson, Garðar Már Einarsson, Ignat Timoshov, Lemuel Goitom Haile, Viktoria Anisimova og Eythan Már Einarsson.