Barna- og unglingaæfingum Hugins í Mjóddinni lýkur næsta mánudag 6. maí. Æfingarnar í vetur verða alls 30 að lokaæfingunni meðtalinni. Engir hafa samt mætt betur í vetur en Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Einar Dagur Brynjarsson, Kiril Alexander Timoshov og Árni Benediktsson. Þeir hafa mætt á flestar allar æfingarnar en einnig reiknast páskaeggjamótið með í mætingunni. Þeir sem hafa mætt 19 sinnum eða oftar í vetur fá bókarverðlaun á mánudaginn. Það hafa alls 9 krakkar náð því nú þegar og tveir eru með 18 mætingar og geta bæst við í þann hóp á mánudaginn eins og sést á yfirlitinu hér fyrir neðan.

Í stigakeppni vetrarins er hefur baráttan um efsta sætið staðið milli  sigurvegar síðasta vetrar Rayan Sharifa og Óttars Arnar Bergmann Sigfússonar. Fyrir lokaæfinguna er Rayan með 49 stig og Óttar með 48 stig geta ekki aðrir náð efsta sætinu. Það er ljóst að góð mæting þeirra í vetur hefur skilað sér í góðum árangri.  Í 3 sæti er Batel Goitom Haile með 30 stig og verður henni ekki haggað þaðan.

Á æfingunni verða tefldar 5 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur á leiki og um miðbik æfingarinnar gerum við okkur dagamun.

Með besta mætingu eru:

  • Rayan Sharifa                           30 mætingar
  • Óttar Örn Bergmann Sigfússon 28 —-“——
  • Einar Dagur Brynjarsson           26 —-“——
  • Kiril Alexander Timoshov           26 —-“——
  • Árni Benediktsson                     25 —-“——
  • Garðar Már Einarsson               22 —-“——
  • Ignat Timoshov                          21 —-“——
  • Lemuel Goitom Haile                19 —-“——
  • Viktoria Anisimova                     19 —-“——
  • Tymon Paszek Pálsson            18 —-“——
  • Eythan Már Einarsson              18 —-“——

Efst í stigakeppninni:

1 Rayan Sharifa                             49 stig
2. Óttar Örn Bergmann Sigfússon 48 –
3. Batel Goitom Haile                     30 –
4. Kiril Alexander Timoshov           20 –
5. Einar Dagur Brynjarsson           19 –
6. Eythan Már Einarsson               19 –
7. Lemuel Goitom Haile                 14 –
8. Elfar Ingi Þorsteinsson               10 –