Meistaramót Hugins 2019 verður haldið á Húsavík helgina 22-24. nóvember nk.

Meistaramót Hugins verður núna haldið í fyrsta sinn á Húsavík og verður það sameinað Framsýnarmótinu. Mótið fer fram í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 26 á Húsavík.

Mótið er með hefðbundnu helgarmótasniði og tefldar verða fjórar umferðir með 25 mín umhugsunartíma á mann og síðan þrjár umferðir með 90 mín +30/sek á leik.

Mótið verður opið öllum áhugasömum en aðeins félagsmaður í Huginn getur orðið skákmeistari Hugins 2019.

Skákstjóri verður Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

Þátttökugjöld

Þátttökugjöld: 3000 kr.

Dagskrá

  1. umferð 22. nóv kl. 20:00 (atskák)
  2. umferð 22. nóv kl. 21:00 (atskák)
  3. umferð 22. nóv kl. 22:00 (atskák)
  4. umferð 22. nóv kl. 23:00 (atskák)
  5. umferð 23. nóv kl. 11:00 (kappskák)
  6. umferð 23. nóv kl. 17:00 (kappskák)
  7. umferð 24. nóv kl. 10:00 (kappskák)

Yfirseta

Heimilt verður hverjum keppanda að taka sjálfvalda yfirsetu (bye) einu sinni í mótinu og fæst hálfur vinningur fyrir bye.

Ekki verður þó hægt að taka bye í 1. eða 7. umferð (fyrstu eða síðustu).

Tilkynna þarf til skákstjóra hvenær keppandi ætlar að taka sjálfvalda yfirsetu áður en parað er í viðkomandi umferð.

Verðlaun

1. sæti 25.000 kr.
2. sæti 15.000
3. sæti 10.00

Verði menn jafnir að vinningum er verðlaunum skipt skv. lokastöðu eftir stigaútreikning.

Stigaútreikningur

Verði keppendur jafnir að vinningum munu stig ráða, en notast verður við leiðbeinandi fyrirmæli frá Alþjóðaskáksambandinu FIDE.

13.15.4. Individual Swiss Tournaments where not all the ratings
are consistent:

  1. Buchholz Cut 1
  2. Buchholz
  3. Sonneborn-Berger
  4. Direct encounter
  5. The greater number of wins including forfeits
  6. The greater number of wins with Black pieces

Upplýsingar

Hermann Aðalsteinsson veitir allar frekari upplýsingar – lyngbrekku@simnet.is s. 821-3187

Tenglar