Rúnar Ísleifsson varð efstur með fullt hús vinninga á skákæfingu sem fram fór á Furuvöllum í Vaglaskógi í gær. Rúnar fékk 4 vinninga af 4 mögulegum. Fimm skákmenn mættu til leiks og tefldar voru skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann.
Lokastaðan.
Nafn | stig | ||
---|---|---|---|
1. | Isleifsson, Runar | 1809 | 4.0 |
2. | Adalsteinsson, Hermann | 1549 | 2.0 |
3. | Gudjonsson, Ingi Haflidi | 1446 | 1.5 |
4. | Akason, Aevar | 1516 | 1.5 |
5. | Asmundsson, Sigurbjorn | 1461 | 1.0 |
Næsti viðburður hjá Goðanum er hið árlega Hraðskákmót Goðans 2023 sem fram fer sunnudagskvöldið 10 desember kl 20:30 í Framsýn á Húsavík. Það verður sérstaklega auglýst mjög bráðlega.