Smári efstur á Nóvembermóti Goðans

0
436
Smári Sigurðsson Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Smári Sigurðsson varð efstur með fullt hús vinninga, á Nóvembermóti Goðans sem fram fór á Húsavík í gærkvöld. Adam Ferenc Gulyas varð annar með 4 vinninga og Hermann Aðalsteinsson þriðji með 2,5 vinninga.

Lokastaðan

Surname, Name Rating Pts
1. Sigurdsson, Smari 1944 5.0
2. Gulyas Adam Ferenc 0 4.0
3. Adalsteinsson, Hermann 1560 2.5
4. Lesman Dorian 1110 2.0
5. Asmundsson, Sigurbjorn 1504 1.5
6. Kotleva, Annija 1089 0.0

Mótið á chess-manager.

Tefldar voru skákir með 5+2 tímamörkum og allir við allar. Til stóð að fleiri keppendur tækju þátt í mótinu en nokkrir voru veikir og mættu því ekki til leiks.

Næsti viðburður hjá félaginu er skákæfing á Vöglum í Fnjóskadal n.k. nánudag kl 20:30