Hið árlega Hraðskákmót Goðans 2023 fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík mánudagskvöldið 11. desember og hefst mótið kl 20:00. Líkleg mótslok eru kl 22:00
Tímamörk eru af gamla skólanum, 5 mín á mann (og ekkert viðbótartíma kjaftæði) og allir tefla við alla.
Hefðbundin verðlaun verða veitt fyrir þrjá efstu og sigurvegarinn fær farandbikar og nafnbótina Hraðskákmeistari Goðans 2023.
Skárning í mótið fer fram á chess-manager
Mótið verður nú haldið í 19. skiptið og hefur Smári Sigurðsson oftast orðið Hraðskákmeistari Goðans, eða 7 sinnum alls. Smári vann mótið í fyrra.
2005 Baldur Daníelsson
2006 Smári Sigurðsson
2007 Tómas V Sigurðarson
2008 Smári Sigurðsson
2009 Jakob Sævar Sigurðsson
2010 Rúnar Ísleifsson
2011 Jakob Sævar Sigurðsson
2012 Smári Sigurðsson
2013 Smári Sigurðsson
2014 Smári Sigurðsson
2015 Tómas Veigar Sigurðarson
2016 Smári Sigurðsson
2017 Tómas Veigar Sigurðarson
2018 Tómas Veigar Sigurðarson
2019 Rúnar Ísleifsson
2020 Tómas Veigar Sigurðarson (Tornelo)
2021 Jakob Sævar Sigurðsson
2022 Smári Sigurðsson
2023 ?