Rúnar Ísleifsson er Æfingameistari Goðans 2021, en það varð endanlega ljóst eftir síðustu Torneloæfinguna sem fram fór í gærkvöld. Rúnar tók ekki þátt í henni en þar sem hann hafði öruggt forskot á næstu menn skipti fjarvera hans í gærkvöldi engu máli.
Rúnar fékk samtals 110 vinninga í 160 skákum. Baráttan var hörð um annað sætið en svo fór að Smári Sigurðsson varð annar og Jakob Sævar varð þriðji. Hermann formaður datt niður í 4 sætið eftir lélega framistöðu á lokaæfingunni
Skákmaður Vinningar Skákir
Rúnar Ísleifsson 110 160
Smári Sigurðsson 77 106
Jakob Sævar Sigurðsson 76,5 124
Hermann Aðalsteinsson 73,5 142
Tómas Veigar Sigurðarson 68 80
Sigurbjörn Ásmundsson 59,5 161
Kristján Ingi Smárason 55 130
Sigurður Daníelsson 45,5 70
Hannibal Guðmundsson 36 112
Ævar Ákason 19,5 66
Krisztian Toth 17,5 27
Hilmar Freyr Birgisson 15,5 56
Sighvatur Karlsson 10 31
5 aðrir skákmenn tóku þátt í einni eða fleiri æfingum í vetur en náðu ekki 10 vinningum samanlagt.
Líklegt er að Torneloæfingar hefjist aftur með haustinu.