12.4.2011 kl. 21:55
Snorri og Ari Rúnar sýslumeistarar í skólaskák.
Snorri Hallgrímsson Borgarhólsskóla og Ari Rúnar Gunnarsson Reykjahlíðarskóla urðu um helgina sýslumeistarar í skólaskák í eldri og yngri flokki. Snorri vann eldri flokkinn nokkuð örugglega með 5 vinningum af 6 mögulegum. Hlynur Snær og Valur Heiðar urðu jafnir að vinningum í 2-3 sæti og háðu einvígi um annað sætið. Valur Heiðar hafði sigur 2-1 en bráðabana þurfti til að fá fram úrslit.
Ari Rúnar Gunnarsson vann sigur í yngri flokki, en hann var eini keppandinn í yngri flokki.
Kjördæmismótið í skólaskák fer fram á Akureyri 30 apríl nk. en þessir fjórir hafa unnið sér keppnisrétt á því móti.