Rúnar Ísleifsson héraðsmeistari HSÞ 2010 !

Rúnar Ísleifsson  varð héraðsmeistari HSÞ í skák, en héraðsmótinu lauk á Laugum nú í kvöld.
Rúnar fékk 5 vinninga af 7 mögulegum. Í öðru sæti varð Pétur Gíslason með 4,5 vinninga og Ármann Olgeirsson varð í þriðja sæti með 4 vinninga. Þetta var í annað sinn sem Rúnar verður héraðsmeistari í skák en fyrri titilinn vann Rúnar árið 2008.

SÞN 2010 037

Ármann Olgeirsson, Rúnar Ísleifsson og Pétur Gíslason.

Lokastaðan:

1.  Rúnar Ísleifsson              5 vinn af 7.
2.  Pétur Gíslason                4,5
3.  Ármann Olgeirsson         4
4.  Smári Sigurðsson            3,5
5.  Hermann Aðalsteinsson  2,5
6.  Sigurbjörn Ásmundsson  1
7.  Árni Garðar Helgason      0,5

Vetrarstafi Goðans lýkur svo með lokaæfingunni að viku liðinni á Húsavík. H.A.