22.4.2010 kl. 22:45
Kjördæmismót Norðurlands-Eystra. Benedikt og Snorri í 3. sæti.
Kjördæmismót Norðurlands-Eystra í skólaskák, var haldið í Valsárskóla á Svalbarðsströnd sl. mánudag. 4 keppendur úr Þingeyskum skólum tóku þátt í mótinu og stóðu sig ágætlega.
Frá mótin. Mynd fengin af heimasíðu Valsárskóla.
Benedikt Þór Jóhannsson varð í 3. sæti í eldri flokki. Mikael Jóhann Karlsson varð kjördæmismeistari í eldri flokki og Hjörtur Snær Jónsson varð í öðru sæti. Alls tók 7 keppendur þátt í eldri flokki. Tímamörk voru 15 mín á mann.
Lokastaðan í eldri flokki:
1. Mikael Jóhann Karlsson 6 vinn af 6. Brekkuskóla
2. Hjörtur Snær Jónsson 5 Glerárskóla
3. Benedikt Þór Jóhannsson 4 Borgarhólsskóla
4. Hersteinn Hreiðarsson 3 Glerárskóla
5. Samuel Chaen 1 Valsárskóla
6. Aron Fannar Skarphéðinsson 1 Hlíðarskóla
7. Svavar Jónsson 1 Valsárskóla
Snorri Hallgrímsson og Hlynur Snær Viðarsson urðu í 3-4 sæti í yngri flokki og Sigtryggur Vagnsson varð í 5. sæti. Alls tóku 9 keppendur þátt í yngri flokki.
Hjörtur Snær, Mikael, Jón Kristinn, Andri, Benedikt Þór og Snorri.
Mynd: Gylfi þórhallsson.
Lokastaðan í yngri flokki:
1. Jón Kristinn þorgeirsson 8 vinn af 8. Lundaskóla
2. Andri Freyr Björgvinsson 7 Brekkuskóla
3. Snorri Hallgrímsson 5 Borgarhólsskóla
4. Hlynur Snær Viðarsson 5 Borgarhólsskóla
5. Sigtryggur Vagnsson 4 Stórutjarnaskóla
6. Tinna Ósk Rúnarsdóttir 3 Hrafnagilsskóla
7. Gunnar Arason 2 Lundaskóla
8. Jóhanna Þorgilsdóttir 1 Valsárskóla
9. Sævar Gylfason 1 Valsárskóla
Tímamörk voru 12 mín á mann.
Mikael Jóhann og Jón Kristinn verða því fulltrúar Norðurlands Eystra á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer í Reykjavík 6-9. maí.