Sigurvegarar á síðasta páskamóti Goðans. Smári, Rúnar og Tómas

Rúnar Ísleifsson vann sigur á Páskaskákmóti Hugins (N) sem fram fór á Húsavík í gærkvöld, eftir mjög jafna keppni við Tómas Veigar Sigurðarson og Smára Sigurðsson. Svo jöfn var rimma þeirra félaga að þeir voru nákvæmlega jafnir á öllum tölum, með 4 vinninga hver og ómögulegt að skera úr um sigurvegarann.

Smári, Rúnar og Tómas
Smári, Rúnar og Tómas

 

Til tals kom að láta þá glíma um titilinn en svo var ákveðið að þeir tefldu aftur til úrslita og þá vann Rúnar báðar sínar skákir. Smári vann svo Tómas og þar með annað sætið í mótinu. Tómas endaði því í þriðja sæti.

Allir keppendur, sem voru óvenjulega fáir í mótinu fengu svo páskaegg í þátttökuverðlaun, rétt eins og börnin og unglingarnir sem tefldu fyrr um daginn í skákþingi Hugins U-16 ára.

Tímamörk í mótinu voru 10 mín á mann.

 

 

 

 

Lokastaðan eftir 5 umferðir.

Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3
1 4 Sigurdarson Tomas Veigar ISL 0 4,0 7,00 1,0 4
1 5 Isleifsson Runar ISL 0 4,0 7,00 1,0 4
1 6 Sigurdsson Smari ISL 0 4,0 7,00 1,0 4
4 2 Adalsteinsson Hermann ISL 0 2,0 1,00 0,0 2
5 1 Asmundsson Sigurbjorn ISL 0 1,0 0,00 0,0 1
6 3 Bessason Heimir ISL 0 0,0 0,00 0,0 0

 

Mótið á chess-results