Eftir að hafa sigraði á Páskaeggjamóti Hugins skellti Vignir Vatnar Stefánsson sér á hraðkvöld Hugins. Þar fór allt á sömu leið. Sigurinn féll honum í skaut með 6,5v af 7 mögulegum. Í þetta sinn var það Vigfús Ó. Vigfússon sem náði jafntefli gegn Vigni Vatnari eða var það kannski öfugt. Annar var Andri Grétarsson með 6v og Vigfús var þriðji með 5,5v. Vignir Vatnar dró í happdrættinu og sýndi það að hann kann líka að draga því hann hann dró skákstjórann eins og ekkert væri sjálfsagðara. Vignir Vatnar valdi pizzu frá Dominos en Vigfús tók miða frá Saffran. Vigfús sá um skákstjórn en eins og oft áður naut hann aðstoðar Harðar Jónassonar við færslu úrslita.

Næsta skákkvöld verður svo hraðkvöldi mánudaginn 25. apríl nk.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson, 6,5v/7
  2. Andri Grétarsson, 6v
  3. Vigfús Ó. Vigfússon, 5,5v
  4. Hjálmar Sigurvaldason, 4v
  5. Sigurður Freyr Jónatansson, 3v
  6. Hörður Jónasson, 2v
  7. Björgvin Kristbergsson, 1v