Allir keppendur á skákþinginu í gær

Skákþing Hugins fyrir 16 ára og yngri fór fram á Húsavík í gær. 18 keppendur mættu til leiks og þar af fjórir gesta keppendur frá Akureyri. Tefldar voru 7 umferðir eftir swiss-managerkerfinu og var umhugsunartíminn 10 mín á mann. Keppnin var jöfn og spennandi en svo fór að lokum að Fannar Breki Kárason frá Akureyri varð efstur með 6 vinninga. Í öðru sæti varð Snorri Már Vagnsson með 5 vinninga og varð hann því skákmeistari Hugins (N) í U-16 ára flokki.

Allir keppendur á skákþinginu í gær
Allir keppendur á skákþinginu í gær. (Kristján fremst fyrir miðju, Fannar lengst til hægri og Snorri þriðji fr.v. aftast)

Tumi Snær Sigurðsson frá Akureyri, Eyþór Kári Ingólfsson og Jakub Statkiewicz fengu einnig 5 vinninga en röðuðust neðar á stigum. Í flokki keppenda fæddra 2005 eða síðar vann hinn ungi og efnilegi Kristján Ingi Smárason sigur með 4 vinninga af 7 mögulegum, en hann er einungis í 2. bekk. Sváfnir Ragnarsson, sem einnig er í 2. bekk, varð í öðru sæti með 3 vinninga og Magnús Máni Sigurgeirsson varð þriðji einnig með 3 vinninga.

Þeir bræður Ari og Eyþór Ingólfssynir í  spennandi endatafli, þar sem Eyþór hafði betur.
Þeir bræður Ari og Eyþór Ingólfssynir í spennandi endatafli, þar sem Eyþór hafði betur.

Allir keppendur fengu páskaegg númer 4 fyrir þátttökuna, en þrír efstu í báðum flokkum fengu verðlaunapeninga og sigurvegararnir farandbikara að auki. Mótsstjóri var Hermann Aðalsteinsson.

Lokastaðan eftir 7 umferðir (smella á nafn til að skoða árangur hvers og eins)

Rk. SNo Name FED Rtg Club/City Pts.  TB1  TB2  TB3
1 9 Fannar Breki Kárason ISL 500 SA 6,0 30,0 22,0 25,00
2 3 Snorri Már Vagnsson ISL 900 5,0 30,0 21,0 20,00
3 6 Tumi Snær Sigurðsson ISL 800 SA 5,0 30,0 21,0 19,00
4 1 Eyþór Kári Ingólfsson ISL 1000 5,0 29,0 20,0 20,00
5 2 Jakub Piotr Statkiewicz ISL 1000 5,0 29,0 20,0 18,00
6 4 Arnar Smári Signýjarson ISL 800 SA 4,0 30,0 22,0 14,00
7 7 Ari Ingólfsson ISL 700 4,0 27,0 19,0 13,00
8 16 Kristján Ingi Smárason ISL 200 4,0 26,0 19,0 12,00
9 5 Björn Gunnar Jónsson ISL 800 4,0 25,0 20,0 11,00
10 8 Arngrímur Friðrik Alfreðsson ISL 500 SA 3,0 24,0 19,0 4,00
11 18 Sváfnir Ragnarsson ISL 200 3,0 24,0 17,0 6,00
12 11 Magnús Máni Sigurgeirsson ISL 500 3,0 23,0 18,0 6,00
13 12 Eyþór Rúnarsson ISL 400 3,0 22,0 16,0 6,00
14 10 Hafþór Höskuldsson ISL 500 3,0 20,0 14,0 3,00
15 15 Ingþór Tryggvi Ketilsson ISL 200 3,0 18,0 13,0 4,00
16 13 Erla Rut Þorgrímsdóttir ISL 300 2,0 18,0 14,0 1,00
17 17 Sigmundur Þorgrímsson ISL 200 1,0 17,0 14,0 0,00
18 14 Arnar Freyr Sigtryggsson ISL 200 0,0 19,0 14,0 0,00

 

Hér má skoða öll úrslit úr mótinu á Chess-results.com

Frá mótinu í gær
Frá mótinu í gær