Skákþing Hugins fyrir 16 ára og yngri fór fram á Húsavík í gær. 18 keppendur mættu til leiks og þar af fjórir gesta keppendur frá Akureyri. Tefldar voru 7 umferðir eftir swiss-managerkerfinu og var umhugsunartíminn 10 mín á mann. Keppnin var jöfn og spennandi en svo fór að lokum að Fannar Breki Kárason frá Akureyri varð efstur með 6 vinninga. Í öðru sæti varð Snorri Már Vagnsson með 5 vinninga og varð hann því skákmeistari Hugins (N) í U-16 ára flokki.

Tumi Snær Sigurðsson frá Akureyri, Eyþór Kári Ingólfsson og Jakub Statkiewicz fengu einnig 5 vinninga en röðuðust neðar á stigum. Í flokki keppenda fæddra 2005 eða síðar vann hinn ungi og efnilegi Kristján Ingi Smárason sigur með 4 vinninga af 7 mögulegum, en hann er einungis í 2. bekk. Sváfnir Ragnarsson, sem einnig er í 2. bekk, varð í öðru sæti með 3 vinninga og Magnús Máni Sigurgeirsson varð þriðji einnig með 3 vinninga.

Allir keppendur fengu páskaegg númer 4 fyrir þátttökuna, en þrír efstu í báðum flokkum fengu verðlaunapeninga og sigurvegararnir farandbikara að auki. Mótsstjóri var Hermann Aðalsteinsson.
Lokastaðan eftir 7 umferðir (smella á nafn til að skoða árangur hvers og eins)
Rk. | SNo | Name | FED | Rtg | Club/City | Pts. | TB1 | TB2 | TB3 | |
1 | 9 | Fannar Breki Kárason | ISL | 500 | SA | 6,0 | 30,0 | 22,0 | 25,00 | |
2 | 3 | Snorri Már Vagnsson | ISL | 900 | 5,0 | 30,0 | 21,0 | 20,00 | ||
3 | 6 | Tumi Snær Sigurðsson | ISL | 800 | SA | 5,0 | 30,0 | 21,0 | 19,00 | |
4 | 1 | Eyþór Kári Ingólfsson | ISL | 1000 | 5,0 | 29,0 | 20,0 | 20,00 | ||
5 | 2 | Jakub Piotr Statkiewicz | ISL | 1000 | 5,0 | 29,0 | 20,0 | 18,00 | ||
6 | 4 | Arnar Smári Signýjarson | ISL | 800 | SA | 4,0 | 30,0 | 22,0 | 14,00 | |
7 | 7 | Ari Ingólfsson | ISL | 700 | 4,0 | 27,0 | 19,0 | 13,00 | ||
8 | 16 | Kristján Ingi Smárason | ISL | 200 | 4,0 | 26,0 | 19,0 | 12,00 | ||
9 | 5 | Björn Gunnar Jónsson | ISL | 800 | 4,0 | 25,0 | 20,0 | 11,00 | ||
10 | 8 | Arngrímur Friðrik Alfreðsson | ISL | 500 | SA | 3,0 | 24,0 | 19,0 | 4,00 | |
11 | 18 | Sváfnir Ragnarsson | ISL | 200 | 3,0 | 24,0 | 17,0 | 6,00 | ||
12 | 11 | Magnús Máni Sigurgeirsson | ISL | 500 | 3,0 | 23,0 | 18,0 | 6,00 | ||
13 | 12 | Eyþór Rúnarsson | ISL | 400 | 3,0 | 22,0 | 16,0 | 6,00 | ||
14 | 10 | Hafþór Höskuldsson | ISL | 500 | 3,0 | 20,0 | 14,0 | 3,00 | ||
15 | 15 | Ingþór Tryggvi Ketilsson | ISL | 200 | 3,0 | 18,0 | 13,0 | 4,00 | ||
16 | 13 | Erla Rut Þorgrímsdóttir | ISL | 300 | 2,0 | 18,0 | 14,0 | 1,00 | ||
17 | 17 | Sigmundur Þorgrímsson | ISL | 200 | 1,0 | 17,0 | 14,0 | 0,00 | ||
18 | 14 | Arnar Freyr Sigtryggsson | ISL | 200 | 0,0 | 19,0 | 14,0 | 0,00 |
Hér má skoða öll úrslit úr mótinu á Chess-results.com
