Rúnar Ísleifsson og Sigurður Daníelsson unnu riðlakeppni Janúarmóts Hugins sem lauk í gær. Rúnar stóð uppi sem sigurvegari í Vestur-riðli með 3 vinninga af 4 mögulegum og fór taplaus í gegnum riðilinn. Tómas Veigar varð í öðru sæti með 2.5 vinninga og Hjörleifur Halldórsson varð þriðji með 2 vinninga. Vestur-riðillinn á chess-results.

Lokastaðan í Vestur-riðli

Rk. Name Rtg FED 1 2 3 4 5 Pts.  TB1  TB2  TB3
1 Isleifsson Runar 1822 ISL * ½ 1 ½ 1 3,0 5,00 0,0 2
2 Sigurdarson Tomas Veigar 1942 ISL ½ * 1 0 1 2,5 4,50 0,0 2
3 Halldorsson Hjorleifur 1779 ISL 0 0 * 1 1 2,0 2,50 0,0 2
4 Steinbergsson Hjortur 0 ISL ½ 1 0 * 0 1,5 4,00 0,0 1
5 Olgeirsson Armann 1587 ISL 0 0 0 1 * 1,0 1,50 0,0 1

 

Sigurður Daníelsson vann sigur í Húsavíkur-riðlinum með 4,5 vinninga að 5 mögulegum og fór taplaus í gegnum riðlinn. það sama gerði Hermann Aðalsteinsson sem varð í öðru sæti með 4 vinninga. Smári Sigurðsson varð þriðji með 3,5 vinninga. Húsavíkur-riðlinn á chess-results

Lokastaðan í Húsavíkur-riðli

Rk. Name Rtg FED 1 2 3 4 5 6 Pts.  TB1  TB2  TB3
1 Danielsson Sigurdur 1760 ISL * ½ 1 1 1 + 4,5 11,25 0,0 4
2 Adalsteinsson Hermann 1614 ISL ½ * ½ 1 1 + 4,0 9,50 0,0 3
3 Sigurdsson Smari 1854 ISL 0 ½ * 1 1 + 3,5 7,25 0,0 3
4 Asmundsson Sigurbjorn 1449 ISL 0 0 0 * 1 1 2,0 2,50 0,0 2
5 Karlsson Sighvatur 1289 ISL 0 0 0 0 * + 1,0 0,50 0,0 1
6 Akason Aevar 1546 ISL 0 * 0,0 0,00 0,0 0

 

Úrslitakeppni Janúarmótsins er fyrirhuguð 11. febrúar á Húasvík, en þar er keppt um endaleg sæti í mótinu. Ekki er þó búið að staðfesta þá dagsetningu endanlega. Fyrirkomulagið verður eins og undanfarin ár. Þeir sem enduðu í 1. sæti í hvorum riðli fyrir sig, tefla tvær kappskákir um 1. sætið og sigurinn í mótinu. Þeir sem lentu í 2. sæti í hvorum riðli tefla um þriðja sætið og svo koll af kolli. Verði staðan jöfn að loknum tveimur kappskákum verða tefldar tvær hraðskákir og náist ekki fram úrslit verður tefld armageddon skák til að skera úr um sigurvegarann.

Í úrsltiakeppninni mætast:

Rúnar Ísleifsson – Sigurður Daníelsson

Tómas Veigar Sigurðarson – Hermann Aðalsteinsson

Hjörleifur Halldórsson – Smári Sigurðsson

Hjörtur Steinbersson – Sigurbjörn Ásmundsson

Ármann Olgeirrsson – Sighvatur Karlsson

Ævar Ákason –  ?

Þar sem 5 kepptu í Vestur-riðli en 6 í Húsavíkurriðli vantar einn keppanda inn í úrslitakeppnina, en góðar líkur eru á því að hann finnist.