Rúnar Ísleifsson vann Inga Hafliða Guðjónsson í síðustu skák Vestur-riðils sem lauk nú í kvöld á Laugum. Rúnar Ísleifsson vinnur því sigur í Vestur-riðli. Jakob Sævar Sigurðsson varð í öðru sæti og Ingi Hafliði Guðjónsson varð þriðji.
Lokastaðan í Vestur-riðli.
1. | Isleifsson, Runar | 1803 | 5.5 |
2. | Sigurdsson, Jakob Saevar | 1776 | 5.0 |
3. | Gudjonsson, Ingi Haflidi | 1501 | 4.0 |
4. | Ingimarsson Ingimar | 3.0 | |
5. | Akason, Aevar | 1414 | 2.0 |
6. | Adalsteinsson, Hermann | 1569 | 1.5 |
7. | Asmundsson, Sigurbjorn | 1315 | 0.0 |
Í úrslitum skákþing Goðans mætast eftirtaldir.
1-2 sæti. Smári Sigurðsson – Rúnar Ísleifsson
3-4 sæti. Kristján Ingi Smárason – Jakob Sævar Sigurðsson
5-6 sæti. Adam Ferenc Gulyas – Ingi Hafliði Guðjónsson
7-8 sæti. Hilmar Freyr Birgisson – Ingimar Ingimarsson
9-10 sæti. Sigmundur Þorgrímsson – Ævar Ákason
11-12 sæti Dorian Lesman – Hermann Aðalsteinsson
Úrslitin fara þannig fram að keppendur tefla tvær einvígisskákir með skiptum litum. Verði staðan enn jöfn að þeim loknum tefla þeir tvær hraðskákir. Verði enn jafnt fer fram svo kölluð armageddon skák. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær og hvar skákirnar fara fram, en reynt verður eftir fremsta megni að þær fari allar fram á sama stað og sama tíma núna í febrúar.