Jakob Sævar Sigurðsson

Þegar einni skák er ólokið í Vestur-riðli skákþings Goðans 2024 er Jakob Sævar Sigurðsson efstur með 5 vinninga af 6 mögulegum og er með hálfs vinnings forskot á Rúnar Ísleifsson. Jakob Sævar hefur lokið sínum skákum en Rúnar á eftir eina skák, gegn Inga Hafliða Guðjónssyni, sem vermir 3. sætið með 4 vinninga. Það liggur því fyrir að skák Rúnars og Inga Hafliða ræður úrslitum í riðlinum, en hún er á dagskrá á mánudaginn kl 19:30 á Laugum.

Staðan í riðlinum.

Jakob Sævar Sigurðsson     5 vinn
Rúnar Ísleifsson                  4,5    (1 skák eftir)
Ingi Hafliði Guðjónsson       4      (1 skák eftir)
Ingimar Ingmarsson           3
Ævar Ákason                         2
Hermann Aðalsteinsson       1,5
Sigurbjörn Ásmundsson      0

Tvær skákir fóru fram í gærkvöld. Jakob Sævar vann Sigurbjörn Ásmundsson og Rúnar Ísleifsson vann Ingimar Ingimarsson.

Mótið á chess-manager