Rúnar Ísleifsson

Rúnar Ísleifsson vann sigur á skákþingi Hugins á norðursvæði, en mótinu lauk í dag á Húsavík. Rúnar vann Hermann Aðalsteinsson í lokaumferðinni og tryggði sér þar með sigurinn í mótinu með 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Rúnar er því skákmeistari Hugins á norðursvæði árið 2015.

Rúnar - Hermann
Rúnar þjarmar að hermanni í lokauferðinni í dag.

 

Lokastaðan

 

Rk. SNo Name FED Rtg RtgN Club/City Pts.  TB1  TB2  TB3 Rp n K rtg+/-
1 4 Isleifsson Runar ISL 1805 0 Huginn 5.5 29.0 20.5 21.50 1805 5 40 23.6
2 1 Halldorsson Hjorleifur ISL 1890 0 SA 5.5 27.5 19.5 20.00 1765 4 20 -0.8
3 3 Sigurdsson Jakob Saevar ISL 1808 0 Huginn 5.0 25.5 18.5 15.75 1669 4 20 -4.2
4 2 Sigurdsson Smari ISL 1880 1775 Huginn 4.5 29.0 21.5 17.50 1602 4 40 -4.4
5 6 Vidarsson Hlynur Snaer ISL 1399 1090 Huginn 4.0 24.0 17.0 9.75 1520 3 40 10.4
6 10 Olgeirsson Armann ISL 0 0 Huginn 3.5 27.5 20.0 11.00 1511 4
7 7 Akason Aevar ISL 0 0 Huginn 3.5 25.5 18.5 8.75 1546 4
8 5 Adalsteinsson Hermann ISL 1649 1342 Huginn 3.0 22.0 15.0 6.00 1335 2 40 -19.6
9 9 Hermannsson Jon Adalsteinn ISL 0 0 Huginn 2.5 24.0 17.0 4.75 1376 4
10 8 Asmundsson Sigurbjorn ISL 0 0 Huginn 2.0 22.5 16.0 3.00 1290 3
11 12 Unnsteinsson Asgeir Ingi ISL 0 0 Huginn 2.0 17.5 12.5 3.00 1035 2
12 11 Rees Sam ISL 0 0 Huginn 1.0 20.0 13.5 3.00 1136 3

Hjörleifur Halldórsson varð efstur utanfélagsmanna og jafn hár að vinningum og Rúnar, en örlítið stigalægri. Jakob Sævar Sigurðsson meistari fyrra árs, varð í öðru sæti með 5 vinninga og Smári Sigurðsson varð í þriðja sæti með 4.5 vinninga. Jón Aðalsteinn Hermannsson vann sigur í flokki 16 ára og yngri annað árið í röð með 2,5 vinninga.

Lokaumferðin á chess-results

Mótið á chess-results