Litla bikarkeppnin hófst í gær en það er bikarkeppni þeirra félaga sem töpuðu í fyrstu umferð Hraðskákkeppni taflfélaga. Borgfirðingar (UMSB) sóttu Selfyssinga (SSON) heim í Fischersetur. Selfyssingar unnu 38-34 eftir spennandi viðureign. Formaður SSON, Björgvin Smári Guðmundsson, var bestur heimamanna en Kristinn Jens Sigurþórsson var bestur gestanna.

SSON vs UMSB 38-34.
SSON

  • Björgvin Smári 9 v
  • Magnús Matt 8,5 v
  • Ingimundur Sigm 7,5
  • Vilhjálmur Páls 6 v
  • Úlfhéðinn Sigm 3,5
  • Erlingur Jensson 3,5

UMSB

  • Kristinn 9,5 af 12
  • Einar V 9 af 12
  • Bjarni Sæm 6,5 af 12
  • Vignir 3,5 af 11
  • Gunnar Nik 3 af 10
  • Jón 2,5 af 10
  • Garðar 0 af 5

Röðun fyrstu umferðar

  • Skákfélag Íslands – Skákgengið
  • Ungmennasamband Borgarfjarðar – Skákfélag Selfoss og nágrennis34-38
  • Vinaskákfélagið/Taflfélag Bolungarvíkur – Skákddeild Fjölnis
  • Skákdeild Hauka – Skákfélag Reykjanesbæjar

Átta liða úrslitum á að vera lokið í sl. 31. ágúst.