Meistaramót Hugins hófst í gær. Mikið var um óvænt úrslit í fyrstu umferð. Engin úrslit komu þó meira á óvart en sigur Alexanders Olivers Mai (1231) á Birki Karli Sigurðssyni (1815). Þrír ungir og efnilegir skákmenn gerðu jafntefli við mun stigahærri andstæðinga. Það voru þeir Róbert Luu (1460), Hjörtur Kristjánsson (1281) og Stefán Orri Davíðsson (1251) sem gerðu jafntefli við Snorra Þór Sigurðsson (1956), Veroniku Steinunni Magnúsdóttur (1843) og Dawid Kolka (1819). Fleiri stigahærri menn þurftu svo að hafa töluvert fyrir sigri á þeim stigalægri. Búið er að raða í 2. umferð og er pörunin á Chess-Results.

Önnur umferð fer fram í kvöld og hefst kl. 19:30.