Það er allt í einni kös ennþá á Meistarmóti Hugins í Mjóddinni en sex skákmenn eru efstir og jafnir að lokinni annarri umferð mótsins sem fram fór í kvöld. Það eru Stefán Bergsson, Sævar Bjarnason, Loftur Baldvinsson, Björn Hólm Birkisson, Davíð Kjartansson og Óskar Long Einarsson. Fremur lítið var um óvænt úrslit og unnu hinir stigalægri almennt þá hina stigalægri. Á því voru þó nokkrar undantekningar.  Björn Hólm Birkisson (1655) vann Ólaf Kjartansson (1997), Óskar Long Einarsson (1616) hafði sigur gegn Sigurði G. Daníelssyni (1908) og Felix Steinþórsson (1549) gerði jafntefli við Vigfús Ó. Vigfússon (1962) í spennandi skák..

Þriðja umferð fer fram á morgun. Þá mætast meðal annars:

  • Loftur Baldvinsson (1986) – Davíð Kjartansson (2331)
  • Stefán Bergsson (2098) – Björn Hólm
  • Óskar Long – Sævar Bjarnason (2095)