Skákakademía Kópavogs

Skákþjálfun veturinn 2014-15

Viltu æfa skák af alvöru og ná afreksmörkum Skáksambands Íslands ?

Skákakademía Kópavogs í samstarfi við Skákdeild Breiðabliks, Skákfélagið Huginn og Skákskóla Íslands býður í vetur upp á öfluga skákþjálfun með það að markmiði.

Boðið er upp á æfingatíma í Stúkunni við Kópavogsvöll þriðjudaga til föstudaga frá 16:00 – 17:30 og á mánudögum uppi í Mjódd frá kl 17:15 – 19:00.

Aðalþjálfari í Stúkunni verður Birkir Karl Sigurðsson og Vigfús Óðinn Vigfússon í Mjóddinni.  Þeim til aðstoðar verður einvala lið þjálfara frá Skákskóla Íslands, Skákfélaginu Huginn og Skákdeild Breiðabliks.

Í þjálfuninni verður stuðst við námsefni frá Chess Steps, stig 3 til 6.

Æfingarnar henta skákkrökkum sem hafa náð grunnfærni í skák, hafa mikinn áhuga og vilja æfa af alvöru til að stefna að því að verða í fremstu röð á Íslandi og  að standa sig með sóma á alþjóðlegum barna- og unglingaskákmótum.

Æfingarnar verða klæðskerasaumaðar fyrir hvern og einn. Bæði hvað varðar æfingatíma, námsefni og þjálfun. Hver iðkandi velur sér þrjár æfingar í viku, en frjálst verður að hafa þær fleiri eða færri. Einnig verður hægt að velja um að mæta seinna og fara fyrr ef tíminn t.d. rekst á aðrar tómstundir. Við búumst við að kjarninn í hópnum verði á aldrinum 11-15 ára og glími við stig 3 og 4 í vetur.

Yngri og eldri sem og iðkendur utan Kópavogs og í hvaða taflfélagi sem er, eru líka velkomnir. Einnig verður sterkari ungmennum beint í þjálfun við hæfi.

Æfingagjald veturinn 2014-15: 15.000 kr.  (er styrkhæft sem tómstundastyrkur)

Fyrsta æfing: Þriðjudaginn 2.september