Tómas, Sigurður og Rúnar

Sigurður Daníelsson varð um helgina skákmeistari Hugins Norður í fyrsta sinn en skákþing Hugins (N) lauk sl, sunnudag. Sigurður fékk 4 vinninga af 5 mögulegum. Tómas Veigar Sigurðarson fékk einnig með fjóra vinningar en varð í öðru sæti eftir stigaútreikning. Rúnar Ísleifsson varð í þriðja sæti með 3,5 vinninga.

Tómas, Sigurður og Rúnar
Tómas, Sigurður og Rúnar

 

Sigurður byrjaði mótið af krafti og vann fyrstu þrjár skákirnar örugglega, en mætti svo Tómasi í fjórðu umferð og tapaði þeirri skák. Sigurður vann svo skák sína í lokaumferðinni. Tómas, sem tapaði óvænt fyrir Hermanni í fyrstu umferð, vann allar aðrar skákir.

Nýtt mótsfyrirkomulag var prófað í mótinu í fyrsta sinn, en tefldar voru 5 umferðir og einungis kappskákir og engar atskákir eins og venja hefur verið hingað til á meistaramóti Hugins N.

 

 

 

 

Lokastaðan

Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3
1 4 Danielsson Sigurdur ISL 1763 4,0 12,5 7,5 8,50
2 1 Sigurdarson Tomas Veigar ISL 1940 4,0 10,5 5,5 9,00
3 2 Isleifsson Runar ISL 1833 3,5 11,5 6,5 6,25
4 3 Halldorsson Hjorleifur ISL 1824 3,0 11,5 6,5 3,50
5 5 Adalsteinsson Hermann ISL 1664 2,0 14,0 8,5 5,50
6 6 Akason Aevar ISL 1579 2,0 8,5 4,0 3,00
7 7 Bessason Heimir ISL 1295 1,5 14,0 9,0 2,00
8 8 Karlsson Sighvatur ISL 1273 1,0 16,5 10,5 2,00

 

Skoða má skákir mótsins sem Tómas Veigar sló inn hér.