Styrmir, Viktor og Árni

Ívan Ingimundarson og Viktor Breki Hjartason urðu skólameistara í skák í Þingeyjarskóla en skólamótið fór þar fram sl. mánudag. Ívan Ingimundarson og Stefán Bogi Aðalsteinsson urðu efsti og jafnir í eldri flokki með fjóra vinninga hvor en Ivan varð hærri á stigum. Viktor Breki Hjartarson vann sigur í yngri flokki og varð jafnframt efstur á mótinu með fjóra og hálfan vinning. Sigur Viktors var mjög óvæntur þar sem hann er einungis í 3. bekk. Árni Gestur Arnarson varð í öðru sæti með þrjá og hálfan vinninga og Styrmir Franz Snorrason varð þriðji með þrjá vinninga. alls tóku um 20 keppendur þátt í mótinu og voru tefldar fimm umferðir með 7 mín umhugsunartíma á mann.

Ivan og Stefán
Ívan og Stefán
Styrmir, Viktor og Árni
Styrmir, Viktor og Árni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ívan, Stefán, Viktor, Árni og Styrmir hafa unnið sér keppnisrétt á sýslumótinu í skólaskák sem fram fer í Seiglu í Reykjadal í dag kl 16:00.

 

Hér er hægt að skoða öll úrslit í mótinu Þingeyjarskóli 2016