Áskell Örn Kárason, Símon Þórhallsson og Markús Orri Óskarsson

Símon Þórhallsson (SA) vann Adam Omarsson (TR) í lokaumferð skákþings Norðlendinga sem lauk í gær að Skógum í Fnjóskadal. Símon endaði mótið því með 5,5 vinninga og tryggði sér titilinn Skákmeistari Norðlendinga 2024 í fyrsta sinn. Adam Omarsson varð, þrátt fyrir tapið, einn efstur á mótinu með 6 vinninga og var þegar búinn að tryggja sér efsta sætið á mótinu fyrir lokaumferðina. En þar sem Adam er ekki með lögheimili á Norðurlandi vann Símon titilinn.

Áskell Örn Kárason (SA) varð í öðru sæti með 5 vinninga og Markús Orri Óskarsson (SA) varð þriðji með 4,5 vinninga ásamt Sverri Erni Björnssyni (TV) og Gauta Pál Jónssyni (TR).

Þrjú efstu sætin á mótinu. Áskell Örn Kárason, Adam Omarsson og Símon Þórhallsson.
Lokastaðan
Rk. Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3 Rp n
1
Adam Omarsson ISL 1952 6 24,5 22,5 0 2378 7
2
FM Simon Thorhallsson ISL 2173 5,5 22,5 21 0 2145 7
3
IM Askell O Karason ISL 2066 5 26 23,5 0 2165 7
4
Sverrir Orn Bjornsson ISL 2104 4,5 23,5 22 0 1998 6
5
Markus Orri Oskarsson ISL 1832 4,5 22,5 20,5 0 2081 7
6
Gauti Pall Jonsson ISL 2081 4,5 21 19,5 0 2028 7
7
FM Jon Kristinn Thorgeirsson ISL 2263 4,5 20 18 0 1976 7
8
Thorleifur Karlsson ISL 1988 4 20,5 19 0 1958 7
9
Stefan Bergsson ISL 2169 4 20 18 0 1956 7
10
Josef Omarsson ISL 1915 4 13 11,5 0 1674 6
11
Jon Arnljotsson ISL 1842 3,5 17,5 16 0 1763 5
12
Smari Sigurdsson ISL 1881 3,5 16 14,5 0 1685 5
13
Sigurdur Eiriksson ISL 1853 3 18,5 17 0 1869 7
14
Kristjan Ingi Smarason ISL 1646 2,5 18,5 16,5 0 1801 7
15
Jon Magnusson ISL 1628 2,5 17 15,5 0 1599 5
16
Hermann Adalsteinsson ISL 1724 2,5 15,5 14,5 0 1597 6
17
Arnar Mar Sigurdarson ISL 0 2 16,5 15 0 1546 6
18
Aevar Akason ISL 1635 2 16,5 15 0 1593 6
19
Sigthor Arni Sigurgeirsson ISL 1542 2 14,5 13 0 1455 5

Mótið á chess-results.

Markús Orri Óskarsson varð Norðurlandsmeistari í unglingaflokki. Markús fékk 4,5 vinninga, Kristján Ingi Smárason varð annar með 2,5 vinninga og Sigþór Árni Sigurgeirsson þriðji með 2 vinninga.

Sigþór, Markús og Kristján Ingi.

Símon einnig Hraðskákmeistari Norðlendinga 2024.

Hraðskákmót Norðlendinga 2024 fór fram strax í kjölfar Skákþings Norðlendinga á sama stað og þar vann Símon Þórhallsson einnig sigur sem var mjög öruggur. Símon vann alla sína andstæðinga. Stefán Bergsson og Jón Kristinn Þorgeirsson urðu í öðru og þriðja sæti. Tímamörk voru 5 mín sléttar og allir tefldu við alla. Þátttakendur voru 10 talsins.

Stefán Bergsson, Símon Þórhallsson og Jón Kristinn Þorgeirsson allir úr SA
Lokastaðan
Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3
1 2 FM Thorhallsson, Simon ISL 2155 9 0 9 36,00
2 8 Bergsson, Stefan ISL 1989 7 1 7 23,00
3 5 FM Thorgeirsson, Jon Kristinn ISL 2315 7 0 7 22,00
4 3 Karlsson, Thorleifur ISL 2009 6 0 6 20,50
5 1 Oskarsson, Markus Orri ISL 1777 4,5 0 4 10,25
6 6 IM Karason, Askell O ISL 2084 4 0 4 7,50
7 9 Sigurgeirsson, Sigthor Arni ISL 1678 2,5 0 2 10,25
8 10 Smarason, Kristjan Ingi ISL 1666 2 1 2 3,00
9 7 Sigurdsson, Smari ISL 1970 2 0 2 3,50
10 4 Magnusson, Jon ISL 1621 1 0 1 2,50

Mótið á chess-results.

Hér fyrir neðan má skoða myndir af öllum keppendum. Þó gleymdist að taka mynd af Hermanni Aðalsteinssyni, en það gerir svo sem ekkert til.

Smári Sigurðsson
Sigþór Árni Sigurgeirsson
Adam Omarsson
Kristján Ingi Smárason
Arnar Már Sigurðarson var að tefla á sínu fyrsta kappskákmóti.
Jón Magnússon
Stefán Bergsson
Jón Arnljótsson
Símon Þórhallsson
Þórleifur Karlsson
Jósep Omarsson
Markús Orri Óskarsson
Gauti Páll Jónsson
Ævar Ákason
Sverrir Örn Björnsson
Sigurður Eiríksson og Ævar Ákason
Jón Kristinn Þorgeirsson og Áskell Örn Kárason
Sverrir Örn Björnsson