Nk. mánudagskvöld 29. apríl fer líklega síðasta skákæfing vetrarins fram á veitingastaðnum Hlöðufelli á Húsavík. Sú æfing verður reiknuð til atskákstiga hjá FIDE og verða tímamörkin 10 mín +2 sek/leik. Æfingin hefst kl 20:30 og má búast við að henni ljúki um kl 22:30. Frítt er á æfinguna en engin verðlaun verða í boði.

Nú þegar hafa 14 keppendur skráð sig til leiks, sem er nýtt og glæsilegt met, þar sem aldrei áður í sögu Goðans hafa mætt fleiri en 12 keppendur á skákæfingu hjá félaginu. Líklegt er að fleiri keppendur bætist við fram að æfingu. 5 nýir skákmenn hafa boðað komu sína á æfinguna auk margra sem hafa verið virkir í vetur.

Hugsanlegt er að bætt verði við skákæfingum í maí, en eftir er að útfæra það nánar.

Hér er hægt að skrá sig til leiks á æfinguna.

Þegar skráðir keppendur.