Október 2015 006
Einar Hjalti Jensson hélt frábæran fyrirlestur

Það voru 18 ungir skákmenn sem tóku þátt í Huginsæfingu í Mjóddinni þann 6. október síðastliðinn.  Margir þeirra höfðu setið að tafli um helgina á Íslandsmóti skákfélaga þar sem gengi unglingasveita félagsins var með ágætum. Auk þess tefldu sumir með öðrum sveitum félagsins.

Október 2015 007
Mikið var spáð og spekúlerað í Morra gambítinum
Október 2015 011
Margar tillögur um snjalla leiki voru settar fram
Október 2015 009
Pizzan rann ljúflega niður hjá þátttakendum

Í fyrri hluta æfingarinnar voru tefldar tvær umferðir. Síðan voru pizzurnar sóttar og þátttakendur tóku til við gæða sér á góðgætinu. Fljótlega kom þá Einar Hjalti í heimsókn. Hann fjallaði m.a. um það hvernig hann hefði bætt sína taflmennsku með því að breyta því hvernig hann hugsaði næsta leik. Síðan tók hann fyrir ýmsar þekktar byrjanagildrur sem hann hafði sumar hverjar fallið sjálfur í þegar hann var að byrja að tefla. Þátttakendur fengu þá að koma með hugmyndir og leiki til sóknar og varnar og vantaði þá ekki tillögur og umræður svo stundum þurfti að koma skikki á umræðuna. Þegar þsýngunni lauk var klukkan langt gengin í hálf átta og látið staðar numið því að jafnaði standa æfingar ekki svo lengi. Seinni hluti skákmótsins á æfingunni verður kláraður á næstu æfingu.

Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Heimir Páll Ragnarsson, Halldór Atli Kristjánsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Alexander Már Bjarnþórsson, Valdimar John Parks, Oddur Þór Unnsteinsson, Atli Mar Baldursson, Stefán Orri Davíðsson, Brynjar Haraldsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Baltasar Máni Wedholm, Adam Omarsson, Arnar Jónsson, Birgir Logi Steinþórsson, Þórdís Agla Jóhannsdóttir og Óttar Örn Bergmann.

Október 2015 012
Undir lok æfingarinnar voru foreldar mættir í fjörið

Næsta æfing verður mánudaginn 13. október og hefst kl. 17.15. Stelpuæfingarnar eru á hverjum miðvikudegi kl. 17.15. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.