Smári Sigurðsson varð efstur á fyrstu skákæfingu ársins 2017 sem fram fór sl. mánudag, en skákæfingar hafa ekki farið fram vegna Janúarmótsins sem er ný lokið. Smári fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum á æfingunni, Rúnar Ísleifsson og Hermann Aðalsteinsson komu næstir með 5 vinninga hvor. Sjá má öll úrslit af skákæfingum vetrarins í dálki neðst til vinstri á forsíðunni.
Úrslitakeppni Janúarmótsins.
Úrslitakeppni Janúarmótsins fer fram á Laugardag á Húsavík, en þá tefla keppendur úr Vestur-riðli og Húsavíkur-riðli Janúarmótsins um endanleg sæti í mótinu.
Þessir mætast:
Rúnar Ísleifsson – Sigurður Daníelsson 1. sætið
Tómas Veigar Sigurðarson – Hermann Aðalsteinsson 3. sætið
Hjörleifur Halldórsson – Smári Sigurðsson 5. sætið
Hjörtur Steinbergsson – Sigurbjörn Ásmundsson 7. sætið
Ármann Olgeirsson – Sighvatur Karlsson 9. sætið
Ævar Ákason – Piotr Wypior 11. sætið
Úrslitakeppnin fer þannig fram að keppendur tefla tvær kappskákir með 90 mín + 30sek/leik með báðum litum. Verði staðan jöfn eftir þær skákir verða tefldar tvær hraðskákir (5mín). verði staðan enn jöfn eftir þær verður tefld armageddon skák til að skera úr um úrslit.
Mótið á Chess-results. (ókomið)