Steve Whiting og Sigmundur Þorgrímsson nær. Adam Ferenc Gulyas og Tsakopiakos Angelos fjær

Smári Sigurðsson varð efstur á mjög fjölmennri skákæfingu sem fram fór á veitingastaðnum Hlöðufelli á Húsavík í gærkvöld. Smári fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum, Rúnar Ísleifsson varð annar með 5,5 vinninga og Adam Ferenc Gulyas þriðji, með 5 vinninga. Tímamörk voru 10+2 og voru tefldar 7 umferðir.

Alls mættu 20 keppendur til leiks á æfinguna sem er met í 19 ára sögu Goðans. Gamla metið voru 12 keppendur þannig að það var slegið með miklum glæsibrag í gærkvöld. Alls mættu 6 nýir skákmenn á æfinguna auk þess sem mjög góð mæting var hjá öðrum félagsmönnum. Franceco Perini og Tsakopiakos Angelos náðu bestum árangri af nýliðinum og lönduðu báðir 3 vinningum.

Félag
1. Sigurðsson, Smári 6.5
2. Ísleifsson, Rúnar 5.5
3. Gulyás, Ádám Ferenc 5.0
4. Ásmundsson, Sigurbjörn 4.5
5. Smarason, Kristjan Ingi 4.5
6. Fridriksson Adalsteinn Johann 4.0
7. Davidsson Oskar Pall 4.0
8. Birgisson, Hilmar Freyr 4.0
9. Ingimarsson, Ingimar 4.0
10. Adalsteinsson, Hermann 3.5
11. Guðjónsson, Ingi Hafliði 3.5
12. Francesco Perini 3.0
13. Tsakopiakos Angelos 3.0
14. Þorgrímsson, Sigmundur 3.0
15. Lesman, Dorian 2.5
16. Patsimas Alexandros 2.5
17. Dario Elazaj 2.0
18. Thorsten Ulrich 2.0
19. Sigurjónsson, Benedikt Þorri 2.0
20. Whiting, Steve 1.0
Mótið á Chess-manager (Ath: Steve Whiting tefldi ekki síðustu tvær skákirnar og Benedikt Þorri tefldi bara 2 skákir)

Vegna mikillar þátttöku á æfingunni, sem átti að vera lokaæfing vetrarins, er verið að vinna að því að bæta við æfingum í maí til að svala skákþorstanum sem blossað hefur upp sl. daga á svæðinu. Niðurstöðu úr því er að vænta fljótlega.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða nokkrar myndir sem teknar voru í gærkvöldi.

Smári Sigurðsson gegn Dario Elazaj.
Dorian Lesman og Sigurbjörn Ásmudsson
Thorsten Ulrich og Kristján Ingi Smárason,
Francesco Perini og Hermann Aðalsteinsson
Patsimas Alexandros og Ingimar Ingimarsson.
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson og Hilmar Freyr Birgisson
Óskar Páll Davíðsson og Rúnar Ísleifsson
Steve Whiting og Sigmundur Þorgrímsson nær. Adam Ferenc Gulyas og Tsakopiakos Angelos fjær
Óskar Páll Davíðsson
Steve Whiting
Thorsten Ulrich.