Smári Sigurðsson varð efstur á mjög fjölmennri skákæfingu sem fram fór á veitingastaðnum Hlöðufelli á Húsavík í gærkvöld. Smári fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum, Rúnar Ísleifsson varð annar með 5,5 vinninga og Adam Ferenc Gulyas þriðji, með 5 vinninga. Tímamörk voru 10+2 og voru tefldar 7 umferðir.
Alls mættu 20 keppendur til leiks á æfinguna sem er met í 19 ára sögu Goðans. Gamla metið voru 12 keppendur þannig að það var slegið með miklum glæsibrag í gærkvöld. Alls mættu 6 nýir skákmenn á æfinguna auk þess sem mjög góð mæting var hjá öðrum félagsmönnum. Franceco Perini og Tsakopiakos Angelos náðu bestum árangri af nýliðinum og lönduðu báðir 3 vinningum.
Félag | |||
---|---|---|---|
1. | Sigurðsson, Smári | 6.5 | |
2. | Ísleifsson, Rúnar | 5.5 | |
3. | Gulyás, Ádám Ferenc | 5.0 | |
4. | Ásmundsson, Sigurbjörn | 4.5 | |
5. | Smarason, Kristjan Ingi | 4.5 | |
6. | Fridriksson Adalsteinn Johann | 4.0 | |
7. | Davidsson Oskar Pall | 4.0 | |
8. | Birgisson, Hilmar Freyr | 4.0 | |
9. | Ingimarsson, Ingimar | 4.0 | |
10. | Adalsteinsson, Hermann | 3.5 | |
11. | Guðjónsson, Ingi Hafliði | 3.5 | |
12. | Francesco Perini | 3.0 | |
13. | Tsakopiakos Angelos | 3.0 | |
14. | Þorgrímsson, Sigmundur | 3.0 | |
15. | Lesman, Dorian | 2.5 | |
16. | Patsimas Alexandros | 2.5 | |
17. | Dario Elazaj | 2.0 | |
18. | Thorsten Ulrich | 2.0 | |
19. | Sigurjónsson, Benedikt Þorri | 2.0 | |
20. | Whiting, Steve | 1.0 |
Mótið á Chess-manager (Ath: Steve Whiting tefldi ekki síðustu tvær skákirnar og Benedikt Þorri tefldi bara 2 skákir)
Vegna mikillar þátttöku á æfingunni, sem átti að vera lokaæfing vetrarins, er verið að vinna að því að bæta við æfingum í maí til að svala skákþorstanum sem blossað hefur upp sl. daga á svæðinu. Niðurstöðu úr því er að vænta fljótlega.
Hér fyrir neðan er hægt að skoða nokkrar myndir sem teknar voru í gærkvöldi.