Oleksandr Matlak, varð í 1-2 sæti (co-winner) á Skákþingi Vestur-Englands sem lauk í borginni Bristol á Englandi í dag. Matlak vann enska stórmeistarann Peter K Wells (2351) í lokaumferðini í dag með svörtu mönnunum. Samkvæmt chess-results græðir Matlak 52,8 skákstig eftir mótið í Bristol í dag og verður því vel yfir 2200 skákstigum þann 1. maí nk. Það dugar fyrir enskum titli. (English national master) Hann er einnig “Champion of South-West England-2024” eftir þennan glæsta árangur á mótinu.
Matlak endaði mótið með 4,5 vinninga af 5 mögulegum, en 63 skákmenn tefldu í opna flokknum. Bristol Centenary & WECU Championship Open Section
Oleksandr Matlak varð í 2 sæti á Wells congress mótinu sem fram fór nýlega í Wells á Englandi, sem er heimabærinn hans. Það er því óhætt að segja að gengi hans hafi verið frábært í vetur og óskum við honum til hamingju með frábæran árangur.
Skákin gegn Peter K Wells. Matlak var með svart.