Lárus Sólberg Guðjónsson. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Ný skákstig voru gefin út i morgun 1. maí. Lárus Sólberg Guðjónsson (1600) hækkar um 25 stig eftir góðan árangur í Dublin um páskana. Adam Ferenc Gulyas bætir við sig 16 og fer í 1743 stig og Hermann Aðalsteinsson hækkar um 14 stig og fer í 1738 stig.

Athygli vekur að mótið í Bristol sem Oleksandr Matlak vann fyrir nokkrum dögum virðist ekki hafa verið sent inn til stiga útreiknings eða það hafi verið of seint og komi ekki inn fyrr en 1. júní. Stigabreytingarnar má skoða hér

Kristján Ingi Smárason (1690)hækkar mest á atskákstigum eða um 27 og Bergmann Óli Aðalsteinsson (1730) hækkar um 22. Sigmundur Þorgrímsson (1580) hækkar um 73 hraðskákstig en aðrir standa í stað eða lækka.

Skákstig Goðans (standard, at og hrað)