Smári Sigurðsson varð efstur á síðustu skákæfingu vetrarins á Húsavík sem fram fór í gærkvöld.
Smári fékk 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Hlynur Snær kom næstu Smára með 4 vinninga, Hermann fékk 2,5, Heimir fékk 2, Sigurbjörn fékk 1,5 og Eyþór Kári fékk hálfan vinning.
Rúnar Ísleifsson varð efstur í samanlögðum vinningafjölda á skákæfingum í vetur og er því æfingameistari félagsins árið 2016. Rúnar fékk alls 73,5 vinninga. Hermann Aðalsteinsson varð annar með 68,5 vinninga og Sigurbjörn Ásmundsson þriðji með 52,5 vinninga.
Lokastaðan eftir veturinn:
- Rúnar Ísleifsson 73,5
- Hermann Aðalsteinsson 72
- Sigurbjörn Ásmundsson 55
- Hlynur snær Viðarsson 45
- Smári Sigurðsson 31
- Ármann Olgeirsson 22,5
- Heimir Bessason 24
- Ævar Ákason 15
- Tómas Veigar Sigurðarson 8,5
- Sigurður G Aníelsson 8
- Þór Valtýsson 8
- David Creed 6,5
- Sighvatur Karlsson 5,5
- Sam Rees 3
- Viðar Hákonarson 2
- Ketill Tryggason 1
- Eyþór Kári Ingólfsson 0,5
Næsta skákæfing hjá félaginu verður væntanlega í september byrjun.