Vigfús Ó. Vigfússon sigraði örugglega á hraðkvöldi Hugins sem, haldið var 2. mai sl. Vigfús vann allar skákir sínar níu að tölu og fékk því fullt hús á þessari æfingu. Annar var Jon Olav Fivelstad með 7v.. Síðan komu þrír skákmenn jafnir með 6v en það voru Sigurður Freyr Jónatansson, Kristinn Jón Sævaldsson og Kristófer Ómarsson, Sigurður Freyr náði þriðja sætinu eftir þrjá stigaútreiknina. Í þetta sinn voru þátttakendur 10 og tefldu einfalda umferð allir við alla. Notuð voru sömu tímamörk eins og síðast 4 minútur + 2 sek. á hvern leik. Úrslitin voru ráðin fyrir síðustu umferð en það var eina umferðin þar sigurvegarinn lenti í taphætttu í skákinni við Sindra Snæ Kristófersson. Eftir glannalega taflmennsku í byrjuninni lenti svarti kóngurinn á miðjum vígvellinum en náði einhvern veginn að sleppa undan sókn hvíts. Þegar leið á skákina réð reynslan úrslitum. Það fór því vel á því þegar Viigfús dró Sindra Snæ í happdrættinu. Sindri Snær valdi pizzu frá Dominos en Vigfús Saffran. Næsta skákkvöld verður hraðkvöldi mánudaginn 30. mai nk.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Vigfús Ó. Vigfússon, 9v/9
  2. Jon Olav Fivelstad, 7v
  3. Sigurður Freyr Jónatansson, 6v
  4. Kristinn Jón Sævaldsson, 6v
  5. Kristófer Ómarsson, 6v
  6. Hörður Jónasson, 4v
  7. Finnur Kr. Finnsson, 2,5v
  8. Sindri Snær Kristófersson, 2,5v
  9. Páll Friðgeirsson, 1,5v
  10. Björgvin Kristbergsson, 0,5v

Úrslitin í chess-results