Auka skákæfing fór fram í gærkvöldi við góðar aðstæður á veitingastaðnum Hlöðufelli á Húsavík. 9 skákmenn mættu til leiks og urðu Smári Sigurðsson og Ingi Hafliðið Guðjónsson eftir með 5 vinninga af 6 mögulegum. Tefldar voru 6 umferðir með 7 mín umhugsunartíma á mann. Adam Gulyas og Sigurbjörn Ásmundsson komu næstir með 4 vinninga.
Lokastaðan
Surname, Name | Rating | Pts | |
---|---|---|---|
1. | Sigurdsson, Smari | 1944 | 5.0 |
2. | Gudjonsson, Ingi Haflidi | 1385 | 5.0 |
3. | Gulyas Adam Ferenc | 0 | 4.0 |
4. | Asmundsson, Sigurbjorn | 1504 | 4.0 |
5. | Adalsteinsson, Hermann | 1560 | 3.0 |
6. | Birgisson, Hilmar Freyr | 1503 | 3.0 |
7. | Lesman Dorian | 1110 | 2.5 |
8. | Redziak Grzegorz | 0 | 2.0 |
9. | Kotleva, Annija | 1089 | 1.5 |
Redziak Grzegorz, sem er nýr skákmaður, tefld á sinni fyrstu æfingu hjá Goðanum í gær.
Nánast öruggt er að fleiri skákæfingar og mót munu fara fram í Hlöðufelli á komandi vikum og mánuðum og verður tilkynnt nánar um þá tilhögun á næstu dögum.