Smári Sigurðsson og Ingi Hafliði Guðjónsson eru efstir með tvo vinninga á Skákþingi Goðans sem er nýlega hafið. Ævar Ákason, Kristján Ingi Smárason og Rúnar Ísleifsson koma næstir með 1 vinning.
Það skal tekið fram að ekki eru allir búnir að tefla jafn margar skákir, Nokkrir eru búnir með tvær skákir, á meðan aðrir hafa lokið einni skák. Aðeins einn hefur teflt þrjár skákir.
Þar sem mótið er round robin er mögulegt að tefla skákir nokkuð eftir hentugleika og hafa menn nýtt sér það. 8 keppendur taka þátt í mótinu og eru tímamörkin 60+30.
Nokkrar skákir eru á dagskrá á næstu dögum. Stefnt er að klára mótið 19 febrúar.