Smári Sigurðsson vann öruggan sigur á Atskákmóti Goðans sem fram fór í Framsýnarsalnum á Húsavík sl. sunnudag. Smári vann alla sína andstæðinga fyrir utan jafntefli við Kristján Inga Smárason, sem varð í öðru sæti. Hermann Aðalsteinsson varð í þriðja sæti. Tefldar voru skákir með 15 mín umhugsunartíma á mann en aðeins 7 keppendur tóku þátt í mótinu, sem hét áður 15 mín mótið.
Lokastaðan.
Rk. | SNo | Name | FED | Rtg | Pts. | TB1 | TB2 | TB3 | |
1 | 2 | Sigurdsson Smari | ISL | 1893 | 6,5 | 0,0 | 6 | 22,0 | |
2 | 4 | Smarason Kristjan Ingi | ISL | 1424 | 5,5 | 0,0 | 5 | 23,0 | |
3 | 3 | Adalsteinsson Hermann | ISL | 1649 | 4,5 | 0,0 | 4 | 24,5 | |
4 | 6 | Villanueva Adrian Benedicto | ISL | 0 | 4,0 | 1,0 | 4 | 24,5 | |
5 | 7 | Akason Aevar | ISL | 1584 | 4,0 | 0,0 | 4 | 24,0 | |
6 | 8 | Placha Adam Andrzej | ISL | 0 | 2,0 | 0,0 | 2 | 26,0 | |
7 | 5 | Tkachuk Olena | ISL | 0 | 1,5 | 0,0 | 1 | 24,5 | |
8 | 1 | Gudmundsson Hannibal Oskar | ISL | 0 | 0,0 | 0,0 | 0 | 17,5 |
Eins og áður segir vantaði þó nokkra keppendur í mótið og þá sérstaklega í stigahærri kantinum. Það var þó ánægjulegt að þrír keppendur voru að taka þátt í sínu fyrsta skákmóti og náðu allir viðunandi árangri.