Skemmtilegur andi, keppnisskap og litríkir persónuleikar settu svip sinn á 1. umferð Skákhátíðar MótX í Skákmusterinu á Kópavogsvelli í síðustu viku. Gestamótið er sem fyrr í sameiginlegri umsjá Hugins og Skákdeildar Breiðabliks og hefur aldrei verið sterkara en í ár með þátttöku 24 titilhafa, þar af 8 stórmeistara, og eru meðalskákstig í A flokki 2.329. Alls eru þátttakendur á Skákhátíð Mótx 2018 á sjöunda tug talsins.
A flokkur
Í A-flokki var stigamunur milli keppenda í fyrstu umferð nærri 200 stigum sem er auðvitað uppskrift að miklum sviptingum. Óvæntustu úrslitin voru sigur Kristjáns Eðvarðssonar (2186) á FM Degi Ragnarssyni (2332), þar sem Kristján náði að brjótast inn á 7. reitaröðina með ógnunum sem ekki varð mætt með góðu móti. Athygli vakti að FM Halldór Grétar Einarsson (2236) knúði fram jafntefli gegn stórmeistaranum Jóni L. Árnasyni með markvissri taflmennsku, CM Bárður Örn Birkisson (2190) og IM Ingvar Þór Jóhannesson gerðu stutt jafntefli og Baldur Kristinsson (2185) og IM Einar Hjalti Jensson (2336) skildu jafnir eftir að Baldur var þremur sælum peðum yfir.
Sérstaka athygli vakti viðureign stigahæsta keppandans í A-flokki og hins yngsta. Þar lenti hinn öflugi stórmeistari Hjörvar Steinn Grétarsson (2565) í kröppum dansi gegn ungstirninu Vigni Vatnari Stefánssyni (2304) en stórmeistarinn landaði loks sigrinum í miklu tímahraki.
Margir skemmtilegir skákmenn tefla á Skákhátíðinni eftir langt hlé frá kappskákmótum. Þar má t.d. nefna FM Ásgeir Pál Ásbjörnsson (2267) sem tekur nú þátt í sínu fyrsta kappskákmóti eftir margra áratuga hlé. Ásgeir Páll er til alls vís en þurfti þó að lúta í dúk að þessu sinni gegn GM Hannesi Hlífari Stefánssyni (2523) í vandtefldri skák þar sem æfingaleysið sagði til sín í lokin. Önnur úrslit í A-flokki voru eftir bókinni (sjá töflu hér að neðan).
A-flokkur | |||||||||||
1. umferð | |||||||||||
Bo. | No. | Nafn | Stig | Vinn. | Úrslit | Vinn. | Nafn | Stig | No. | ||
1 | 15 | FM | Stefansson Vignir Vatnar | 2304 | 0 | 0 – 1 | 0 | GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 2565 | 1 |
2 | 2 | GM | Hjartarson Johann | 2536 | 0 | 1 – 0 | 0 | FM | Johannesson Oliver | 2277 | 16 |
3 | 18 | FM | Asbjornsson Asgeir | 2267 | 0 | 0 – 1 | 0 | GM | Stefansson Hannes | 2523 | 3 |
4 | 4 | IM | Gunnarsson Jon Viktor | 2466 | 0 | 1 – 0 | 0 | FM | Jonasson Benedikt | 2248 | 19 |
5 | 20 | FM | Einarsson Halldor Gretar | 2236 | 0 | ½ – ½ | 0 | GM | Arnason Jon L | 2457 | 5 |
6 | 6 | GM | Gretarsson Helgi Ass | 2441 | 0 | 1 – 0 | 0 | FM | Sigfusson Sigurdur | 2228 | 21 |
7 | 22 | WGM | Ptacnikova Lenka | 2218 | 0 | 0 – 1 | 0 | GM | Thorhallsson Throstur | 2418 | 7 |
8 | 8 | IM | Thorfinnsson Bjorn | 2400 | 0 | 1 – 0 | 0 | Johannsson Orn Leo | 2200 | 23 | |
9 | 24 | CM | Birkisson Bardur Orn | 2190 | 0 | ½ – ½ | 0 | FM | Johannesson Ingvar Thor | 2352 | 10 |
10 | 12 | IM | Jensson Einar Hjalti | 2336 | 0 | ½ – ½ | 0 | Kristinsson Baldur | 2185 | 25 | |
11 | 26 | Edvardsson Kristjan | 2184 | 0 | 1 – 0 | 0 | FM | Ragnarsson Dagur | 2332 | 13 | |
12 | 27 | Halldorsson Gudmundur | 2174 | 0 | 1 | bye | |||||
13 | 9 | FM | Ulfarsson Magnus Orn | 2371 | 0 | ½ | not paired | ||||
14 | 11 | IM | Jonsson Bjorgvin | 2349 | 0 | ½ | not paired | ||||
15 | 14 | FM | Thorsteinsson Thorsteinn | 2327 | 0 | ½ | not paired | ||||
16 | 17 | Omarsson Dadi | 2275 | 0 | ½ | not paired |
Í annarri umferð í A-flokki sem fram fer þriðjudaginn 16. janúar kl. 19.30 verða margar athygli verðar viðureignir. Á efsta borði eigast við GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2565) og IM Björn Þorfinnsson (2400). Dragist skák þeirra á langinn má búast við miklum sviptingum enda tveir af snjöllustu hraðskákmönnum landsins hér á ferð. Ekki verður spennan minni á næst efsta borði þar sem stórmeistararnir Þröstur Þórhallsson og Jóhann Hjartarson reyna með sér. Þröstur sigraði á þessu móti í fyrra ásamt Daða Ómarssyni og Jóhann er einn af fremstu stórmeisturum Íslendinga þannig að blikur verða á lofti þessari snerru. Aðrar veiðureignir verða ekki síður spennandi:
A-flokkur | |||||||||||
Pörun í 2. umferð | |||||||||||
Bo. | No. | Nafn | Stig | Vinn. | Úrslit | Vinn. | Nafn | Stig | No. | ||
1 | 1 | GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 2565 | 1 | 1 | IM | Thorfinnsson Bjorn | 2400 | 8 | |
2 | 7 | GM | Thorhallsson Throstur | 2418 | 1 | 1 | GM | Hjartarson Johann | 2536 | 2 | |
3 | 27 | Halldorsson Gudmundur | 2174 | 1 | 1 | IM | Gunnarsson Jon Viktor | 2466 | 4 | ||
4 | 5 | GM | Arnason Jon L | 2457 | ½ | 1 | Edvardsson Kristjan | 2184 | 26 | ||
5 | 10 | FM | Johannesson Ingvar Thor | 2352 | ½ | ½ | FM | Einarsson Halldor Gretar | 2236 | 20 | |
6 | 11 | IM | Jonsson Bjorgvin | 2349 | ½ | ½ | CM | Birkisson Bardur Orn | 2190 | 24 | |
7 | 17 | Omarsson Dadi | 2275 | ½ | ½ | IM | Jensson Einar Hjalti | 2336 | 12 | ||
8 | 25 | Kristinsson Baldur | 2185 | ½ | ½ | FM | Thorsteinsson Thorsteinn | 2327 | 14 | ||
9 | 13 | FM | Ragnarsson Dagur | 2332 | 0 | 0 | FM | Jonasson Benedikt | 2248 | 19 | |
10 | 21 | FM | Sigfusson Sigurdur | 2228 | 0 | 0 | FM | Stefansson Vignir Vatnar | 2304 | 15 | |
11 | 16 | FM | Johannesson Oliver | 2277 | 0 | 0 | WGM | Ptacnikova Lenka | 2218 | 22 | |
12 | 23 | Johannsson Orn Leo | 2200 | 0 | 1 | bye | |||||
13 | 3 | GM | Stefansson Hannes | 2523 | 1 | 0 | not paired | ||||
14 | 6 | GM | Gretarsson Helgi Ass | 2441 | 1 | 0 | not paired | ||||
15 | 9 | FM | Ulfarsson Magnus Orn | 2371 | ½ | 0 | not paired | ||||
16 | 18 | FM | Asbjornsson Asgeir | 2267 | 0 | 0 | not paired |
Hvítir hrafnar
Í flokki eldri skákkappa, Hvítum hröfnum, er fámennt en góðmennt. Í fyrstu umferð lagði Bragi Halldórsson (2082) Björn Halldórsson (2182). Sá síðarnefndi er nýstiginn inn á leikvanginn köflótta eftir áratuga fjarveru og er það skákunnendum fagnaðarefni. Björn vann mann af Braga og stefndi peðum upp í borð á drottningarvæng en gætti ekki að gagnsóknarfærum rithöfundarins margreynda á kóngsvæng og því fór sem fór. Skákmeistarinn talnaglöggi og fyrrum liðsmaður hinnar knáu skáksveitar Breiðagerðisskóla, Júlíus Friðjónsson (2137), lagði hinn öfluga meistara Jónas Þorvaldsson (2258) eftir að sá síðarnefndi var sleginn skákblindu. Jónas hefur mjög lítið teflt síðustu ár og er því mikill fengur að fá hann inn í íslenskt skáklíf á ný. Stórmeistarinn þjóðkunni, Friðrik Ólafsson (2365), frestaði skák sinni gegn Jóni Þorvaldssyni (2170). Mikill heiður er að þátttöku Friðriks í mótinu en þessi síungi kappi lætur engan bilbug á sér finna á hvítum reitum og svörtum.
B-flokkur
Vegna þess hve A-flokkurinn var vel skipaður í ár var ljóst að margir sem ættu undir venjulegum kringumstæðum fullt erindi þangað myndu þurfa að tefla í B-flokki. Oft er það þannig að menn eru ekkert alltof spenntir fyrir slíkum vistaskipti. En eins og vitur maður sagði þá er stundum betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri. Við ákváðum að reyna að gera litlu tjörnina sem eftirsóknarverðasta og m.a. var ákveðið að peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin yrðu helmingur samsvarandi sæta í A-flokknum. Smám saman safnaðist í tjörnina og endanleg þátttaka varð skemmtileg blanda af bestu ungu skákljónunum okkar, eldri og reyndari séntilmönnum og efnilegustu skákkrökkum landsins.
Aldursforsetinn er hinn geðþekki læknir Ólafur Gísli Jónsson og þau yngstu eru Gunnar Erik Guðmundsson og Batel Goitom Haile 10 ára. Stigahæstur er Gauti Páll Jónsson og fast á hæla hans koma skákljónin Hilmir Freyr Heimisson, Björn Hólm Birkisson og Aron Þór Mai. Skákþjálfararnir Siguringi Sigurjónsson og Birkir Karl Sigurðsson eru líklegir til að blanda sér í toppbaráttuna. Meðal þátttakenda eru einnig Agnar Tómas Möller sem auk þess að vera góður skákmaður, er mikilvægur bakhjarl fyrir skákhreyfinguna í gegnum fyrirtækið Gamma, knattspyrnumanninn Kristján Halldórsson, hinn skeggmyndarlega baráttumann Kristján Örn Elíasson, bæjarfulltrúann Andra Stein Hilmarsson og síðastan en ekki sístan hljómborðsleikara Hjaltalín og son Norðurlandameistarans í skák Hjört Yngva Jóhannsson.
Úrslitin í fyrstu umferð voru eftir bókinni enda stigamunurinn 4-500 stig. Þó gerði hinn efnilegi Örn Alexandersson úr Skákdeild Breiðabliks sér lítið fyrir og vann Ólaf Gísla og Robert Luu og Sigurður Freyr Jónatansson náðu báðir góðum jafnteflum á móti sér stigahærri mönnum.
Í annarri umferð teflir Gauti Páll við Kristján Halldórsson á fyrsta borði og líklegt má telja að skákin verði jafnari en stigamunurinn gefur til kynna. Á öðru borði eigast við ungstirnin Stephan Briem unglingameistari Breiðabliks og Aron Þór Mai sem er sigraði Vigni Vatnar á dögunum. Mjög áhugavert verður að fylgjast með mörgum öðrum viðureignum enda margir sem ætla sér að ná góðu móti og víst er að spenna og leiftrandi tilþrif eru síst minni í þessum flokki en hjá stigahærri keppendunum.