Tómas Veigar Sigurðarson

Skákþing Hugins í Þingeyjarsýslu hófst um sl. helgi. 11 skákmenn taka þátt í mótinu og er það teflt í tveim riðlum. Í Húsavíkur-riðli eru 6 keppendur sem tefla allir við alla. Þegar keppni þar er rúmlega hálfnuð er Sigurður Daníelsson efstur með fjóra vinninga af fimm mögulegurm. Sigurður hefur lokið öllum sínum skákum og tapaði aðeins einni skák, gegn Smára Sigurðssyni. Smári Sigurðsson er með fullt hús eftir þrjár skákir.en þar sem hann á eftir tvær skákir getur hann náð efsta sætinu í riðlinum vinni hann þær. Sex skákum er ólokið í riðlinum og skoða má stöðuna í Húsavíkur-riðli hér 

Í Vestur-riðli, sem er tefldur á Vöglum í Fnjóskadal, eru fimm keppendur. Tómas Veigar Sigurðarson er efstur með þrjá vinninga eftir þrjár skákir. Næstur honum er Hermann Aðalsteinsson með 1,5 vinninga, en Hermann hefur lokið öllum sínum fjórum skákum. Í Vestur-riðli eru fjórar skákir eftir og skoða má stöðuna í Vestur-riðli hér.

Þegar öllum skákunum í riðlunum er lokið, fer fram Úrslitakeppni milli riðlanna, þannig að efsti maður úr hvorum riðli tefla tveggja skáka einvígi um sigur í mótinu og þar með meistaratiltil félagsins 2018. Þeir sem lenda í öðru sæti í riðlunum tefla um þriðja sætið og svo koll af kolli. Verði jafnt eftir þessar tvær skákir, tefla menn hraðskákir þar til úrslit fást.

Tímamörk bæði í riðlakeppninni og í úrslitakeppninni eru 90mín +30sek/leik. Reiknað er með að úrslitakeppnin fari fram í febrúar, en nánari tímasetning liggur ekki fyrir.

Skákir vestur

Skákir austur