Einar Dagur Brynjarsson sigraði með 4,5v af fimm mögulegum á fyrstu æfingu ársins sem haldin var þann 8. janúar sl. Í öðru sæti var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 4v. Þriðji var Garðar Már Einarsson með 3,5v en þriðja sætið tryggði hann sér með því gera jafntefli við Einar Dag í síðustu umferðinni. Ekkert dæmi var lagt fyrir á þessari æfingu en þemaskák var í þremur umferðum í eldri flokki og tveimur í yngri flokki. Haldið var áfram með c3 afbrigðið í sikileyjarvörn þar sem svartur svarar með d5. Við kláruðum  sjöunda kaflann með því að setja upp stöðuna eftir þessa leikjaröð: 1. e4 c5, 2. c3 d5, 3. exd5 Dxd5, 4. d4 e6 5. Rf3 Rc6 6. Ra3 og svartur á leik.

Veitt voru sérstök stúlknaverðlaun á æfingunni og þar varð Bergþóra Helga Gunnarsdóttir fyrst, Gabriella Veitonite önnur og Thelma Bridde Kristjánsdóttir þriðja.

Í æfingunni tóku þátt: Einar Dagur Brynjarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Garðar Már Einarsson, Rayan Sharifa, Árni Benediktsson, Sigurður Sveinn Guðjónsson, Bergþóra Helga Gunnarsdótttir, Davíð Ari Líndal, Andri Hrannar Elvarsson, Gabriella Veitonite, Eythan Már Einrsson og helma Bridde Kristjánsdóttir.

Næsta æfing verður mánudaginn 15. janúar 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.