Það var skipt í tvo flokka á æfingunni 6. mars sl. Stefán Orri Davíðsson vann eldri flokkinn með 4,5v af fimm mögulegum en Gunnar Freyr Valsson vann yngri flokkinn með fullu húsi 5v í jafn mörgum skákum. Það er sennilega kominn tími til að láta hann spreyta sig í eldri flokknum. Það var Óttar Örn Bergmann sem gerði jafntefli við Stefán Orra í lokaumferðinni en dugði honum samt bara til að ná fjóðra sætinu með 3,5v því Bæði Baltasar Máni Wedholm og Óskar Víkingur Davíðsson fengu 4v. Blatasar var hærri á sigum og hlaut annað sætið en Óskar það þriðja. Í yngri flokkun komu skólafélagar Gunnars Freys í Hólabrekkuskóla næstir en það voru þeir Hans Vignir Gunnarsson með 3,5v í öðru sæti og Adrian Efraím Benaiminsson með 3v eins og reyndar Bergþóra Helga Gunnarsdóttir en Adrian var hærri á stigum.
Í báðum flokkum var þemaskák í tveimur umferðum en sitt hvor byrjunin tekin fyrir. Í eldri flokki var það uppskipta afbrigðið í drottningarbragði en í yngri flokknum var það ítalski leikurinn. Sama staða og var dæmið í eldri flokki á æfingunni 6. febrúar sl. Svartur hefur eflt aðeins ónákvæmt og hvítur getur hagnýtt sér leppun riddarans á f6. Þátttakendum í yngri flokki gekk nokkuð misjafnlega að notfæra sér mistökin enda ekki farið í stöðuna hjá þeim fyrirfram.
Í æfingunni tóku þátt: Stefán Orri Davíðsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Brynjar Haraldsson, Einar Tryggvi Petersen, Batel Goitom Haile, Garðar Már Einarsson, Sigurður Ríkharð Marteinsson, Andri Hrannar Elvarsson, Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson, Daníel Þór Karlsson, Gunnar Freyr Valsson, Hans Vignir Gunnarsson, Adrian Efraím Beniaminsson Fer, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Alfreð Dossing, Zofia Momuntjuk, Witbet Haile, Jóel Freyr Ingason og Eythan Már Einarsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 13. mars 2017 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
