Örn Leó Jóhannsson sigraði á hraðkvöldi Hugins sem haldið var mánudaginn 13. mars sl. Örn Leó fékk 11v af 12 mögulegum og var það aðeins Sigurður Freyr Jónatansson sem náði að leggja hann að velli. Annar var Vigfús Ó. Vigfússon með 10v og þriðji var Gunnar Nikulásson með 7v. Þátttakendur tefldu tvöfalda umferð með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik. Þótt umferðirnar væru 14 og nokkrar umferðir drógust á langinn þá gekk hraðkvöldið nokkuð greitt fyrir sig þar sem báðar skákirnar við hvern andstæðing voru tefldar í röð. Þegar Örn Leó dró töluna 6 í happdrættinu þá fór ekki á milli mála hver  var dreginn. Sjálfur valdi Örn Leó að venju úttektarmiða frá Saffran en Björgvin valdi American Style þótt það væri eiginlega ekki í boði. Næsta skákkvöld verður hraðkvöld mánudaginn 27. mars.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Örn Leó Jóhannsson, 11v/12
  2. Vigfús Ó. Vigfússon, 10v
  3. Gunnar Nikulásson, 7v
  4. Sigurður Freyr Jónatansson, 6,5v
  5. Hjálmar Sigurvaldason, 5,5v
  6. Björgvin Kristbergsson, 2v
  7. Pétur Jóhannesson,

Úrslitin í chess-results: