Óskar Víkingur Davíðsson og Óttar Örn Bergmann Sigfússon voru efsti og jafnir með 5v áf sex mögulegum á æfingu sem haldin var 27. febrúar sl. Óskar vann Óttar Örn en leysti ekki dæmi æfingarinnar rétt en Óttar Örn hins vegar tapaði fyrir Óskari en hafði rétt lausna á dæminu. Óskar varð hins vegar hlutskarpari á stigum með 16 síg gegn 14,5 stigum hjá Óttari. Það var hörð barátta um þriðja sætið en fimm skákmenn voru jafnir með 4v en það voru Rayan Sharifa, Stefán Orri Davíðsson, Gunnar Freyr Valsson, Einar Dagur Brynjarsson og Andri Hrannar Elvarsson. Í stigaúrteikningnum var Rayan þeirra fremstur með 17 stig og hlaut þriðja sætið.

Þar sem teflt var í einum flokki voru veitt sérstök verðlaun fyrir yngri flokkinn og þar var Gunnar Freyr Valsson í fyrsta sæti, Dagur Andri Brynjarsson í öðru sæti og Hans Vignir Gunnarsson í þriðja sæti.

 

Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkningur Davíðsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Stefán Orri Davíðsson, Gunnar Freyr Valsson, Einar Dagur Brynjarsson, Andri Hrannar Elvarsson, Hans Vignir Gunnarsson, Einar Tryggvi Petersen, Adrian Efraím Beniaminsson Fer, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Alfreð Dossing, Brynjólfur Yan Brynjólfsson og Daníel Þór Karsson.

Dæmið fyrir þá eldri og reyndari:

Svartur á leik. Hvítur hefur stillt upp öflugu peðamiðborði. Hvaða leið mælið þið með fyrir svartan til að verjast.

  1. Til að halda jafnvægi á miðborðinu gagnast 1….d6 best til að verja e5 peðið og þróa stöðuna afram.
  2. Hvítur hefur veikt sig eftir skálínunni b6-g1 svo Bc5 er góður leikur til að koma í veg fyrir að hvítur hróki og kannski er seinn hægt að leika Rg4 með allskonar hótunum.
  3. Hvítur býður upp á peðsfórn sem ekki er hægt að hafna. Eftir 1….exf4 getur svartur alltaf skilað peðinu aftur síðar.
  4. Svartur verður að bregðast hart við peðamiðborði hvíts og leika 1…..d5 þótt flækjurnar sem á eftir fylgja séu óljósar.
  5. Styðja miðborðið með 1….Rc6 og koma einum manni í viðbót út lítur vel út fyrir svartan sem hefur komið báðum riddurunum út.

 

Dæmin fyrir þau yngri:

Í þessum fjórum dæmum sem öll koma úr dæmhefti Smára Teitssonar á hvitur leik og á að leppa eða gera gaffal.  Skrifa á lausnarleikinn eða merkja inn á stöðumyndirnar.

Gerðu gaffal (fjölskyldugaffal).

Gerðu hjónagaffal.

Leppaðu

Leppaðu