9.4.2008 kl. 22:24
SÞN 2008 í Skagafirði.
Skákþing Norðlendinga fer fram að Bakkaflöt í Skagafirði um helgina. Þrír keppendur frá félaginu ætla að vera með í mótinu. Þeir eru Jakob Sævar, Baldvin og Ármann. Fylgst verður með gengi okkar manna hér á blogginu og úrslit úr skákum þeirra birt.
Ljóst er að mótið í ár er vel skipað og sterkara en norðurlandsmótið sem Goðinn hélt á Narfastöðum í fyrra. Meðal keppenda er stórmeistarinn Henrik Daníelssen. Mótið verður fært jafnóðum inn á Chess results síðunna.
chess-results : http://chess-results.com/?tnr=12248&redir=j&lan=1
Þá er bara að óska okkar mönnum góðs gengis. H.A.
