Tómas Veigar Sigurðarson, nýkrýndur atskámeistari Akureyrar, varð efstur á skákæfingu sem fram fór á Húsavík í gærkvöld. Honum tókst að leggja alla andstæðinga sína sex að tölu en var þó nálægt tapi í tveim skákum. Rúnar Ísleifsson varð annar með 5 vinninga og tapaði aðeins fyrir Tómasi. Tímamörkin í gær voru 10. mín á mann.
Hlynur Snær Viðarsson er efstur í samanlögðum vinningafjölda þegar staðan er skoðuð eftir sjö fyrstu skákæfingarnar í vetur. Rúnar og Hermann koma svo fast á hæla Hlyns. Staðan er svona:
Hlynur Snær Viðarsson 26 vinningar
Rúnar Ísleifsson 25
Hermann Aðalsteinsson 24
Sigurbjörn Ásmundsson 19
Smári Sigurðsson 17
Tómas Veigar Sigurðarson 12
Heimir Bessason 11,5
Ævar Ákason 10,5
Sighvatur Karlsson 8,5
Jón Aðalsteinn Hermansson 5
Ármann Olgeirsson 2,5
Jakob Pitor Statkeiwicz 1,5
Eyþór Kári Ingólfsson 1
Ari Ingólfsson 1