Hjörvar Steinn Grétarsson
Hjörvar Steinn Grétarsson

Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á þéttu og vel skipuðu Atskákmóti Reykjavíkur sem sem fram fór á mánudagskvöldið með 5,5v í sex skákum. Hjörvar gerði jafntefli viðJóhann Ingvason í fjórðu umferð, sigraði svo Einar Hjalta Jensson í úrslitaskák mótsins í fimmtu umferð og sigldi svo sigrinum í höfn með því að vinna Dag Ragnarsson í lokaumferðinni. Hjörvar er félagsmaður í Huginn og varð því einnig Atskákmeistari Hugins á suðursvæði og fé því báða titlana sem í boði voru. Einar Hjalti sem sigraði á mótinu í fyrra hafnaði í öðru sæti með 5v.  Fjórir skákmenn komu næstir með 4v en það voru Stefán Bergsson, Dagur Ragnarsson, Jon Olav Fivelstad og Kristján Halldórsson og var Stefán þeirra fremstur á stigum.

Lokastaðan á Atskákmóti Reykjavíkur:

Röð Nafn Vinn. TB1 TB2 TB3
1 Hjörvar Steinn Grétarsson 5,5 22 14 20
2 Einar Hjalti Jensson 5 24 16 19
3 Stefán Bergsson 4 24 16 15
4 Dagur Ragnarsson 4 21 14 10
5 Jon Olav Fivelstad 4 20 14 11
6 Kristján Halldórsson 4 19 12 10
7 Örn Leó Jóhannsson 3,5 19 12 9,5
8 Loftur Baldvinsson 3,5 17 11 8,5
9 Jóhann Ingvason 3 23 16 9,5
10 Vigfús Vigfússon 3 21 15 7
11 Gunnar Björnsson 3 19 12 6,5
12 Elsa María Krístínardóttir 3 18 12 7
13 Felix Steinþórsson 3 18 12 6
14 Kristófer Ómarsson 3 15 10 4
15 Sigurður F. Jónatansson 2,5 16 10 4,5
16 Óskar Long Einarsson 2,5 11 7,5 3,5
17 Páll Þórsson 2 17 12 4,5
18 Halldór Pálsson 2 16 12 2
19 Stefan Orri Davíðsson 2 15 10 2
20 Hörður Jónasson 1,5 15 10 2,5
21 Björgvin Kristbergsson 1 14 9 0,5