Tómas og Jón efstir á útiskákmóti Goðans.

Tómas Veigar Sigurðarson TV og Jón Kristinn Þorgeirsson SA, urðu hlutskarpastir á útiskákmóti Goðans sem halið var við Goðafoss í Þingeyjarsveit í gærkvöld. Þeir komu jafnir í mark með 8 vinninga af 9 mögulegum. Tefld voru hraðskákir, einföld umferð og allir við alla. Alls mættu 10 skákmenn til leiks, en þar af voru einungis þrír frá Goðanum. Akureyringar fjölmenntu hinsvegar á mótið líkt og þeir gerðu í Vaglaskógi í fyrra.

Goðafoss 001
 
Frá skákstað í gærkvöld. Goðafoss í baksýn.

 Lokastaðan:

1-2. Tómas Veigar Sigurðarson   8 af 9
1-2. Jón Kristinn Þorgeirsson     8
3.    Sigurður Arnarson                6
4.    Sigurður Ægisson                 5,5
5.    Hjörleifur Halldórsson           4,5 
6.    Rúnar Ísleifsson                    4
7.    Andri Freyr Björgvinsson       3,5
8.    Sigurður Eiríksson                 2,5
9.    Sigurbjörn Ásmundsson        2
10.  Hermann Aðalsteinsson        1

Goðafoss 003
 
Kuldalegir skákmenn í gærkvöld.

Aðstæður voru sæmilegar í gærkvöld. þurrt í veðri og nánst logn, en hitsastigð var ekki nema 7 gráður í +.