Tómas Veigar Sigurðarson vann öruggan sigur á páskaskákmóti Hugins sem fram fór á Húsavík í gærkvöld. Tómas hafði mikla yfirburði á mótin og lagði alla andstæðinga sína að átta að tölu (Rp 2416).
Smári Sigurðsson varð í öðru sæti með 7 vinninga og Rúnar Ísleifsson varð þriðji með 5,5 vinninga.
Níu keppendur tóku þátt í mótinu og voru tímamörkin 10 mín á mann að viðbættum 5 sek á leik.
